Stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar hefur ráðið Steinþór Þórðarson sem framkvæmdastjóra Kölku sf. úr hópi 30 umsækjenda. Steinþór tekur við starfinu af Jóni Norðfjörð, sem gegnt hefur starfinu frá árinu 2011.
Steinþór er menntaður á sviði sálfræði, kennslu- og viðskiptafræða. Hann hefur víðtækra stjórnunarreynslu af margvíslegum vettvangi, m.a. við mannauðstjórnun í smásölufyrirtæki og hjá stóriðjufyrirtækjum. Hann starfaði fyrir Alcoa að gangsetningarverkefnum bæði á Reyðarfirði og í Sádí Arabíu. Auk þess hefur Steinþór talsverða reynslu af ráðgjöf en hann starfaði hjá Capacent um fjögurra ára skeið og fékkst þar við margvísleg verkefni á svið rekstrar- og stjórnunarráðgjafar. Steinþór kemur til Kölku frá PCC BakkiSilicon á Húsavík þar sem hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra umhverfis-, heilbrigðis-, öryggis-, gæða- og mannauðsmálamála. Steinþór hefur störf hjá Kölku 1. október n.k.
Á þessu ári eru liðin 40 ár frá stofnun Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Aðdragandinn að stofnun félagsins var að samstarf náðist við varnarmáladeild Utanríkisráðuneytisins um að sveitarfélögin tækju að sér sorpeyðingu fyrir Varnarliðið. Á fyrsta fundi fulltrúa sveitarfélaganna vegna undirbúnings að stofnun félagsins sem haldinn var 1. ágúst 1978, var lagt fram bréf frá Utanríkisráðuneytinu þar sem því var lýst yfir að varnarmáladeildin hafi fallist á eftirfarandi atriði:
Sorphirðuáætlun á Suðurnesjum 2019
Heild
Sorphirðusvæði
Keflavík
Ytri - Njarðvík
Ásbrú
Innri - Njarðvík
Grindavík
Vogar
Hafnir og dreifbýli
Suðurnesjabær
508. fundur stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. haldinn mánudaginn 11. október 2019 kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ.
507. fundur stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. haldinn þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ.
506. fundur stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. haldinn þriðjudaginn 10. september 2019 kl. 16:00 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ.