Fréttir / tilkynningar


 • Sorphirðudagar - Janúar 2019


 • Þetta er ekki ruslpóstur

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. 40 ára

1978 – 2018

Umfjöllun og viðtal í Víkurfréttum

Á þessu ári eru liðin 40 ár frá stofnun Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Aðdragandinn að stofnun félagsins var að samstarf náðist við varnarmáladeild Utanríkisráðuneytisins um að sveitarfélögin tækju að sér sorpeyðingu fyrir Varnarliðið. Á fyrsta fundi fulltrúa sveitarfélaganna vegna undirbúnings að stofnun félagsins sem haldinn var 1. ágúst 1978, var lagt fram bréf frá Utanríkisráðuneytinu þar sem því var lýst yfir að varnarmáladeildin hafi fallist á eftirfarandi atriði:

1.   Að væntanleg sorpeyðingarstöð verði staðsett innan varnarsvæða.

2.   Að stöðin verði eign sveitarfélaganna undir nafninu Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. og rekin af því félagi.

3.   Að stöðin taki að sér verktöku fyrir Varnarliðið og annist alla sorpeyðingu fyrir það samkvæmt nánara samkomulagi.

Í framhaldi var gerður samningur við franska fyrirtækið Laurent Bouillet um kaup á sorpbrennslustöð sem var staðsett á varnarsvæði við Hafnaveg. Bygging brennslustöðvarinnar gekk vel og var hún formlega gangsett hinn 31. ágúst 1979. Aðalmenn í fyrstu stjórn félagsins voru:

Ellert Eiríksson frá Keflavík, Albert Karl Sanders frá Njarðvík, Eiríkur Alexandersson frá Grindavík, Gylfi Gunnlaugsson frá Sandgerði, Þórður Gíslason frá Garði, Gunnar Jónsson frá Vogum og Jósep Borgarsson frá Höfnum. Stofnsamningur félagsins var lagður fram samþykktur og undirritaður af öllum sveitarfélögunum á fundi hinn 27. nóvember 1978. Stjórnin skipti þá með sér verkum og var Albert Karl Sanders kosinn formaður, Ellert Eiríksson varaformaður og Eiríkur Alexandersson ritari. Fyrsti framkvæmdastjóri félagsins var Haraldur Gíslason.

Í tilefni af þessum tímamótum í sögu félagsins samþykkti stjórnin að færa Heilbrigðisstofnun Suðurnesja peningagjöf að upphæð 1.500.000 krónur til tækjakaupa og var gjafabréfið afhent Halldóri Jónssyni forstjóra HSS.Gjaldskrár Kölku eru eftirfarandi:

Opnunartímar á endurvinnslustöðvum:

Starfsstöðvar

Móttökustöð Kölku

Berghólabraut 7

Fyrirtækin


Mánud. -Föstud.:

8:00 - 17:00

  

Endurvinnslustöð Kölku

Berghólabraut 7

Heimilin


Virka daga:

13:00 - 18:00


Laugard.:

13:00 - 18:00


Sunnud.: LOKAÐ

Endurvinnslustöð í Vogum

Jónsvör 9


Þri./Fim/Fös:

17:00 - 19:00


Sunnud.:

12:00 - 16:00

 

Endurvinnslustöð í Grindavík

Nesvegi 1


Virka daga:

17:00 - 19:00


Laugard.:

12:00 - 17:00

 • 10.12.2018

  Stjórn SS - fundur 498

  498. fundur stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. haldinn fimmtudaginn 6. desember 2018  kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ.

  meira
 • 8.11.2018

  Stjórn SS - fundur 497

  497. fundur stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. haldinn þriðjudaginn 6. nóvember 2018  kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ.

  meira
 • 5.10.2018

  Stjórn SS - fundur 496

  496. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. (Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.) haldinn fimmtudaginn 4. október 2018  kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ.

  meira


Við erum ávallt
að leita að góðu fólki!