Móttökustöð Kölku

Opnunartími móttökustöðvarinnar fyrir fyrirtæki er sem hér segir:

Mánudaga - Föstudaga: 8:00 - 17:00

Sími: 421 - 8010

Móttökustöð Kölku er staðsett að Berghólabraut 7, Reykjanesbæ og er þar tekið á móti öllum úrgangi frá sorphirðu heimila, fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum og Varnarliðinu.  Meginuppistaða úrgangsins er heimilissorp frá heimilum og Varnarliði en berst mikið af úrgangi frá rekstraraðilum s.s. málmar, timbur, pappi, plast o.s.frv.  Einnig tekur móttökustöðin við sértækum úrgangi, eins og sóttmenguðum úrgangi og spilliefnum sem fara í sérstaka meðhöndlun innan stöðvarinnar.  Samkvæmt tölum frá 2002 fóru um 18.000 tonn í gegnum gömlu stöðina við Hafnaveg, þar af voru brennd 11.000 tonn.

Rekstraraðilar greiða í dag fyrir hvert kíló sem þau koma með til endurvinnslu/eyðingar samkvæmt verðskrá frá og með 1.janúar 2004.  Móttökustöðin er eini staðurinn á Suðurnesjum sem rekstraraðilar geta skilað úrgangi til en þeim er óheimilt að nýta sér gámastöðvarnar til þess.

Vinnuaðstaða starfsmanna er góð en hún er öll innandyra og því litlar líkur á foki úrgangs frá móttökustöðinni.  Gólfið er á tveimur hæðum, þ.e. sturtað er á efra gólf og grófflokkað þar en á neðra gólfi eru gámar.  Úrgangi er síðan ýtt niður í viðeigandi gáma, sem síðan eru losaðar þegar þurfa þykir.  Þetta eykur öryggi starfsmanna þar sem umferð vinnuvéla á efra og neðra gólfi er aðskilin, auk þess sem skilvirkni eykst.

Úrgangurinn sem kemur inn í stöðina fer annað hvor til eyðingar í brennslustöðinni eða er sendur til endurvinnslu/endurnýtingar, t.d. málmar og hreint timbur sem er notað sem kolefnisgjafa við Járnblendisverksmiðjuna á Grundartanga.

ATH! Almenningur losar ekki úrgang í móttökustöð Kölku, þar sem hún er eingöngu fyrir fyrirtæki.