Frá og með 1. apríl 2004 flutti starfsemi S.S. í nýja  móttöku-flokkunar- og eyðingarstöð í Helguvík sem ber nafnið Kalka. Þar fer fram móttaka, förgun og endurvinnsla á úrgangi  frá sveitarfélögunum og fyrirtækjum á starfsvæði stöðvarinnar samkvæmt verðskrá.   Fyrirtækið rekur einnig gámasvæði fyrir almenning í Kölku, í Grindavík og Vogum, þar sem íbúar svæðisins geta komið með úrgang frá heimilum til endurvinnslu og förgunar gjaldfrítt. 

Nýja stöðin Kalka sem getur brennt allt að 12.300 tonnum úrgangs á ári er með mjög fullkomin hreinsunarbúnað til að halda mengun frá stöðinni í algjöru lágmarki.  Jafnframt er unnin orka úr sorpinu sem gefur um 4.5 mw af varmaorku sem knýr gufutúrbínu sem framleiðir um 450 kw af rafmagni eða um helmingi meira en stöðin þarfnast sjálf.  Hitaveita Suðurnesja á og rekur rafstöðina og sendir raforkuna út á dreifikerfi sitt en afgangsvarmaorkan er nýtt til að hita upp hús og plön Kölku.

Annar úrgangur sem til fellur á Suðurnesjum og er ekki brenndur í brennslustöðinni er að stærstum hluta sendur í endurvinnslu. Stefnt er á að endurvinnsluhlutfall verði yfir 80% hér á svæðinu að meðtalinni orkunýtingu í Kölku.

Auk þess að þjóna sveitarfélögunum fimm á Suðurnesjum tekur Kalka á móti úrgangi frá flugþjónustusvæðinu á Keflavíkurflugvelli og af höfuðborgarsvæðinu.  Stöðin er útbúin til að útbúin til að sóttmenguðum úrgangi sem og ýmsum flokkum spilliefna sem falla til hér á landi.