Aðalfundur 2001

3.5.2001

23. aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. haldinn fimmtudaginn 3. maí 2001 í sal Matarlystar, Iðavöllum 5. Keflavík, Reykjanesbæjar.

Dagskrá

1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar: Þorsteinn Árnason formaður.
4. Skýrsla framkvæmdastjóra og reikningar félagsins árið 2000: Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri.
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Tilnefning í stjórn og varastjórn fyrir næsta starfsár.
7. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
8. Kynning á niðurstöðum samningaviðræðna við Varnarliðið í Norfolk dagana 17. ? 19. apríl 2001.
9. Önnur mál.

Rétt til fundarsetu eiga allir kjörnir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum eða varamenn þeirra, framkvæmdastjórar sveitarfélaganna, stjórnarmenn félagsins, framkvæmdastjóri og stöðvarstjóri.

1.
Formaður Þorsteinn Árnason setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

2.
Uppástungur komu um Skúla Skúlason sem fundarstjóra og Hjört Zakaríasson sem fundarritara og voru þeir sjálfkjörnir.

3.
Þorsteinn Árnason formaður flutti skýrslu stjórnar og rakti starfsemi stöðvarinnar á árinu og samskiptum stjórnarinnar við Varnarliðið.
Rekstur Sorpeyðingarstöðvarinnar hefur að mörgu leiti gengið vel á liðnu starfsári, en sorp sem fellur til á Suðurnesjum hefur aukist mikið á milli ára eða um 12% sem er rúm 2.000 tonna aukning. Til brennslu fór um 11.000 tonn, sem er 800 tonnum meira magn en frá fyrra ári. Stjórnin ákvað þar sem fyrirsjáanlegt var að ný stöð yrði ekki byggð á varnarsvæðinu að sækja um lóð í Helguvík og var það samþykkt á fundi skipulags- og byggingarnefndar Reykjanesbæjar í janúar s.l. Starfsleyfi núverandi stöðvar rann út þann 1. desember s.l.. Leitað hefur verið eftir að frestur yrði veittu þar til ný lausn kæmist í gagnið.
Fulltrúar stjórnar fóru til samningaviðræðna í Norfolk í apríl s.l. um kostnaðarþætti vegna nýrrar sorpeyðingarstöðvar og tókst að ná samkomulagi við Varnarliðið um sameiginlega lausn þessara mála.
Stjórnin hefur ákveðið að undirbúa útboð á sorptunnum til að koma á margumræddri tunnuvæðingu.
Að lokum þakkaði formaður stjórnarmönnum og starfsmönnum gott samstarf og að tími væri kominn að bretta upp ermarnar og byggja fyrirtækið upp af myndarskap og hafa umhverfismál að leiðarljósi og ef áform ganga eftir er hægt að vera með endurvinnsluhlutfall allt að 80% af úrgangi sem fellur til á svæðinu.

4.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri flutti skýrslu og reikninga félagsins 2000. Kom fram í máli Guðjóns að rekstrartekjur á árinu 2000 hafi numið 156.256,369, millj.kr. og rekstargjöld 152.134.285, millj. kr. Hagnaður fyrir afskriftir nam kr. 4.111.084,-.

5.
Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar og reikninga. Til máls tóku Ólafur Thordersen, Guðjón Guðmundsson, Skúli Þ. Skúlason.
Reikningar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja bornir upp og samþykktir samhljóða.

6.
Fundarstjóri óskaði eftir tilnefningu í stjórn og varastjórn fyrir næsta starfsár.
Uppástungur komu frá:
Grindavík: Aðalmaður Hallgrímur Bogason og til vara Sverrir Vilbergsson.
Vatnsleysustrandarhreppi: Aðalmaður Finnbogi Kristinsson og til vara Sigurður Kristinsson.
Reykjanesbæ: Aðalmenn Albert B. Hjálmarsson, Þorsteinn Árnason, Jón Ólafur Jónsson og til vara Árni Júlíusson, Sveinn Adolfsson og Bjarni Már Jónsson.
Sandgerðisbæ: Aðalmaður Óskar Gunnarsson og til vara Sigurður Valur Ásbjarnarson.
Gerðahreppi: Aðalmaður Ingimundur Þ. Guðnason og til vara Gísli Kjartansson.

7.
Fundarstjóri óskaði eftir tilnefningu endurskoðenda fyrir starfsárið 2001 ?2002 og komu uppástungur um Hjört Zakaríasson og Huldu Matthíasdóttur og til vara Ólafur Guðbjartsson.

8.
Kynning á niðurstöðu samningaviðræðna við varnarliðið í Norfolk dagana 17. ?19. apríl 2001.
Árni Páll Árnason lögfræðingur fór yfir niðurstöðurnar og það samkomulag sem undirritað verður í lok mánaðarins.

9.
Önnur mál. Engar umræður urðu um önnur mál.
Þakkaði formaður Þorsteinn Árnason embættis- og fundarmönnum fundarsetuna og sleit fundi.


Fleira ekki gert og fundi slitið


Skúli Þ. Skúlason fundarstjóri
Hjörtur Zakaríasson fundarritari.

Til baka