Aðalfundur 2000

8.5.2000
22. aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja haldinn mánudaginn 8. maí 2000 í Samkomuhúsinu Garði.

Dagskrá:

1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar: Ingimundur Guðnason formaður.
4. Skýrsla framkvæmdastjóra og reikningar félagsins árið 1999: Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri.
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Tilnefning í stjórn og varastjórn fyrir næsta starfsár.
7. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
8. Önnur mál.

1.-2.
Ingimundur Þ. Guðnason formaður S.S. setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Formaður stakk upp á Sigurði Jónssyni sem fundarstjóra og Jóni Hjálmarssyni sem fundarritara og voru þeir sjálfkjörnir. Fundarstjóri Sigurður Jónsson tók við stjórn fundarins og gerði kaffihlé.

3.
Formaður Ingimundur Þ. Guðnason flutti skýrslu stjórnar, þar kom m.a. fram að rekstur Sorpeyðingarstöðvarinnar hefði að flestu leyti verið svipaður og á síðasta ári og gengið nokkuð vel.
Stjórnarfundir voru 9 á árinu, móttekið sorp á árinu 1999 um 16.600 tonn og hafði aukist um 300 tonn frá árinu 1998 eða um 2%, til brennslu fóru um 10.200 tonn sem er sama magn og á síðasta ári en meðaltal síðustu 8 árin eru 10.400 tonn. Aðkeypt eyðing hefur aukist verulega sem stafar m.a. af því að magnaukning hefur orðið á efni sem urðað er á Stafnesi, t.d. timbri.
Ekki hefur tekist að ná samkomulagi við varnarliðið aðallega vegna skilgreiningar á eyðingu spilliefna en unnið er að málinu áfram. Stefnt er að flokkun á sorpi og í haust verður boðið út sorphirðing með tunnuvæðingu fyrir augum en samningi vegna sorphirðu hefur verið sagt upp.
Rekstur sorphirðunnar hefur aukist um 2,5 milljónir kr eða um 7%. Starfsleyfið rennur út 1. desember árið 2000 og er því aðeins sinnt lámarks viðhaldi. Sótt verður um framlengingu leyfisins til a.m.k. 1. desember 2001. Að lokum þakkaði formaður starfsfólki vel unnin störf.

4.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri flutti skýrslu sína og skýrði reikninga félagsins fyrir árið 1999.
Tekjur Sorpeyðingarstöðvarinnar voru 141.028.992 milljón kr. Gjöld voru 136.577.246 milljón kr. og fjármagnsgjöld námu 712.575 þúsund kr. Fram kom hjá framkvæmdastjóra að engar verulegar sveiflur hefðu verið í rekstrinum og hann því svipaður og undanfarin ár.

5.
Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar og reikninga, nokkrar umræður og fyrirspurnir urðu um flokkun húsasorps, tunnuvæðingu, viktunarkerfi, flokkun á timbri og kostnaðaraukningu í framtíðinni.
Fundarstjóri bar síðan upp skýrslu stjórnar og reikninga, sem voru samþykktir samhljóða.

6.
Fundarstjóri las upp tilnefningar í stjórn Sorpeyðingarstöðvarinnar fyrir næsta starfsár.
Frá Reykjanesbæ:
Aðalmenn: Albert B. Hjálmarsson
Þorsteinn Árnason
Jón Ólafur Jónsson
Varamenn: Árni Júlíusson
Sveinn Adolfsson
Bjarni Már Jónsson

Frá Grindavík:
Aðalmaður: Hallgrímur Bogason
Til vara: Sverrir Vilbergsson

Frá Sandgerðisbæ:
Aðalmaður: Óskar Gunnarsson
Til vara: Sigurður Valur Ásbjarnarson

Frá Gerðahreppi:
Aðalmaður: Ingimundur Þ. Guðnason
Til vara: Gísli Kjartansson

Frá Vatnsleysust.hr.:
Aðalmaður: Finnbogi Kristinsson
Til vara: Sigurður Kristinsson

7.
Kosning skoðunarmanna, uppástunga um Hjört Zakaríasson og Huldu Matthíasdóttur og voru þau samþykkt samhljóða.

8.
Önnur mál.
Sigurður Valur Ásbjarnarson spurðist fyrir um hvort ekki væri tímabært að taka upp sorpeyðingargjald.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri svaraði þessu með upplýsingum um hvernig væri staðið að þessu annars staðar og hugsanlegum leiðum sem athuga mætti. Nokkrar umræður urðu um málið.

Að lokum tók formaður Ingimundur Þ. Guðnason til máls og þakkaði fundarmönnum góða fundarsetu. Mættir á fundinn eru 24.

Sig. Jónsson fundarstjóri. (sign.)
Jón Hjálmarsson fundarritari (sign.)
Til baka