Aðalfundur 1999

12.4.1999
21. aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja haldinn mánudaginn 12. apríl 1999 að Hótel Keflavík.

Dagskrá:

1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar
4. Skýrsla framkvæmdastjóra og reikningar félagsins árið 1998.
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Umræður um framtíð sorphirðu- og sorpeyðingarmála á Suðurnesjum.
7. Tilnefning í stjórn og varastjórn fyrir næsta starfsár.
8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
9. Önnur mál.

1-2.
Albert B. Hjálmarsson formaður S.S. setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Formaður stakk upp á Skúla Skúlasyni sem fundarstjóra og Hjört Zakaríasson sem fundarritara og voru þeir sjálfkjörnir. Fundarstjóri Skúli Skúlason tók við stjórn fundarins.

3.
Formaður Albert B. Hjálmarsson flutti skýrslu stjórnar og þar kom fram að rekstur Sorpeyðingarstöðvarinnar hafði að mörgu leyti gengið vel á liðnu ári.
Móttekið sorp var um 16.100 tonn 1998, sem er minnkun um 1.000 tonn milli ára eða 6,3 prósent.
Rekstrargjöld lækkuðu um 3,5 milljónir milli ára, sem verður að teljast nokkuð gott. Það sem stendur fyrir dyrum í sorpmálum á Suðurnesjum, er tunnuvæðing á öllu svæðinu, útboð á sorphirðu, svo og þarf að reisa móttökustöð, gámaplön í öllum sveitarfélögunum, nýja brennslulínu eða fjarlægja gömlu stöðina.
Samninganefnd sem skipuð var mun halda áfram vinnu við að ná samkomulagi við varnarliðið um framtíð sorpmála á svæðinu.
Að lokum þakkaði formaður starfsmönnum fyrir vel unnin störf.

4.
Fundarstjóri gaf Guðjóni Guðmundssyni framkvæmdastjóra orðið er flutti skýrslu sína og reikninga félagsins árið 1998. Tekjur sorpeyðingarstöðvarinnar voru 125.490 milljónir kr. Gjöld voru 120.341 millj. kr. og fjármagnsgjöld námu kr. 1.035, þús kr. Einnig kom fram hjá framkvæmdastjóra að reksturinn hefur verið mjög svipaður undanfarin ár.

5.
Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar og reikninga. Engar umræður urðu og var skýrslan og reikningarnir samþykktir samhljóða.

6.
Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri hóf umræður um framtíð sorphirðu- og sorpeyðingarmála á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri lagði fram ýmsar hugmyndir um nýtt rekstrarform, gjaldskrármál, s.s. kílóagjald eftir flokkum, fast árgjald eftir umfangi, sorphirðu s.s. vegna tunnuvæðingar, en stjórnin er sammála um að hefja tunnuvæðingu. Einnig kom Guðjón inná flokkun sorps s.s. við heimahús eða gámastöðvar svo og þarf að skapa nýja ímynd á fyrirtækinu, jafnvel nýtt nafn.

Til máls tóku Reynir Sveinsson, Sandgerði, Hallgrímur Bogason, Grindvík er kom inná samskiptamál sveitarfélaganna og varnarliðsins gagnvart stjórn sorpeyðingarstöðvarinnar. Einnig ræddi Hallgrímur nokkuð um sorphirðu og flokkun. Til máls tók Skúli Skúlason.

7.
Fundarstjóri las upp tilnefningar í stjórn sorpeyðingarstöðvarinnar fyrir næsta starfsár:

Frá Reykjanesbæ:
Aðalmenn:
Albert B. Hjálmarsson
Þorsteinn Árnason
Jón Ólalfur Jónsson

Varamenn:
Árni Júlíusson
Sveinn Adolfsson
Bjarni Már Jónsson

Frá Grindavík:
Aðalmaður: Hallgrímur Bogason
Varamaður: Sverrir Vilbergsson

Frá Sandgerðisbæ:
Aðalmaður: Óskar Gunnarsson
Varamaður: Sigurður Valur Ásbjarnarson

Frá Gerðahreppi:
Aðalmaður: Ingimundur Þ. Guðnason
Varamaður: Gísli Kjartansson

Frá Vatnsleysustrandarahreppi:
Aðalmaður Finnbogi Kristinsson
Varamaður: Sigurður Kristinsson

8.
Uppástunga kom um Hjört Zakaríasson og Huldu Matthíasdóttur sem kjörna endurskoðendur og voru þau sjálfkjörin.

9.
Engar umræður urðu um önnur mál.

Að lokum tók formaður Albert Hjálmarsson til máls og þakkaði fundarmönnum góða fundarsókn.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Hjörtur Zaskaríasson (sign.)
Skúli Þ. Skúlason (sign.)
Til baka