Aðalfundur 1995

22.5.1995

17. aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja haldinn í Félagsheimilinu Festi, Grindavík, 22. maí 1995 kl. 17.00.

Formaður stjórnar Hallgrímur Bogason setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Lagði hann til að Margrét Gunnarsdóttir yrði fundarstjóri og Guðbjörg Eyjólfsdóttir ritari. Fundurinn samþykkti tillögu formanns.

Dagskrá:

1.
Formaður Hallgrímur Bogason flutti skýrslu stjórnar.

1.1. Tekið var á móti 15.430 tonnum, minnkun um 3% milli ára.
1.2. Aukning á brennslu sorps um 2.5 % eða í 10.340 tonn, tæplega 69% af því magni sem barst í stað 65% árið áður.
1.3. Stöðin var stopp vegna viðhaldsverkefna frá 8. - 21. maí. Fyrirhugað að lagfæra að utan í sumar.
1.4. Viðræður við varnarliðið á fyrirkomulagi, viðskipta þeirra við stöðina.
a) Hallgrímur ræddi auk þess um ferð til Frakklands þar sem skoðaðar voru sorpbrennslustöðvar.
b) Umhverfismál m.t.t. stefnu E.S.B. í sorpmálum.

2.
Reikningar félagsins árið 1994.
Guðjón Guðmundsson skýrði reikninga stöðvarinnar.

Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarreikningur, hagnaður ársins kr. 1.526.543
Efnahagsreikningur, eignir alls kr. 83.953.443
Skuldir og eigið fé alls kr. 83.953.443
Hlutafé frá rekstri
Skammtímaskuldir kr. 28.298.162
Langtímaskuldir kr. 11.292.828

Reikningar voru bornir upp eftir umræður.
Þessir tóku til máls: Ellert Eiríksson, Keflavík-Njarðvík-Höfnum.

Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

3.
Rekstur sorpeyðingarstöðvarinnar og framtíðin.
Guðjón Guðmundsson skýrði frá rekstrinum sem hefur gengið vel og rakti hann í stórum dráttum vinnsluna.

Magnús Guðmannsson verkfræðistofu Njarðvíkur tók til máls og ræddi um samanburð á brennslukostum í framtíðinni og helstu kosti í því sambandi.
Greindi hann frá tilboðum sem borist hafa frá Frakklandi og Bandaríkjunum og fór yfir helstu þætti þeirra og gerði samanburð á kostnaði.

Ellert Eiríksson, Keflvík-Njarðvík-Höfnum kom með fyrirspurn varðandi pappír hvort hægt væri að flokka hann frá, með tilliti til endurvinnslu af einhverju tagi og kostnað í því sambandi.

Drífa Sigfúsdóttir, Keflavík-Njarðvík-Höfnum ræddi um að leggja meiri áherslu á endurvinnslu og sorpflokkun.

4.
Tilnefning í stjórn og varastjórn fyrir næsta starfsár:

Frá Sandgerði:
Óskar Gunnarsson, aðalmaður
Pétur Brynjarsson, varamaður

Frá Gerðahreppi:
Ingimundur Þ. Guðnason, aðalmaður
Karl Njálsson, varamaður

Frá Grindavík:
Hallgrímur Bogason ,aðalmaður
Margrét Gunnarsdóttir, varamaður

Frá Vatnsleysustr.hr.:
Hafsteinn Ólafsson, aðalmaður
Sigurður Kristinsson, varamaður

Frá Keflavík-Njarðvík-Höfnum:
Helgi Guðleifsson, aðalmaður
Albert Hjálmarsson, aðalmaður
Hilmar Hafsteinsson, aðalmaður
Jón Rúnar Árnason, varamaður
Árni Júlíusson, varamaður
Guðmundur Finnsson, varamaður

5.
Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara:
Hjörtur Zakaríasson aðalmaður
Hulda Matthíasdóttir, aðalmaður
Halldór Ingvason, varamaður

6.
Önnur mál. Engin umræða.

Fundarstjóri þakkaði mönnum góðar umræður og sleit fundi kl. 19.15.

Fundarmenn voru 25.

Guðbj. Eyjólfsdóttir ritari (sign.)
Margrét Gunnarsd. fundarstjóri (sign.)

Til baka