Aðalfundur 1994

15.9.1994
16. aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja haldinn á Flug Hótelinu, Keflavík, 15. september 1994, kl. 18.30.

Formaður stjórnar Helgi Guðleifsson setti fundinn og bauð fundar-menn velkomna. Lagði hann til að Drífa Sigfúsdóttir yrði fundarstjóri og Sigurður Valur Ásbjarnarson ritari. Fundurinn samþykkti tillögu for-manns.

Dagskrá:

1.
Formaður Helgi Guðleifsson flutti skýrslu stjórnar og gerði starfseminni góð skil.

1.1 Tekið var á móti 15.600 t sem er 300 t minnkun eða 2%.
1.2 Afköst hafa aukist um 9 1/2% vegna endurbóta á brennslulínunni.
1.3 Ýmsar endurbætur á búnaði og tölvuvæðingu.
1.4 Vigtarskúr var komið fyrir á plani.
1.5 Sorpkvörn var keypt í árslok 1993.
1.6 Nýtt fjölnota ámoksturstæki var keypt.
1.7 Steypan í veltirými brennsluofns var endurnýjuð.
1.8 Lóðarframkvæmdir voru viðfangsefni ársins eins og á árinu á undan.
1.9 Vökvakerfi stöðvarinnar var endurnýjað.
1.10 Skipt hefur verið um stál í mötunarbúnaði.

Starfsmannahald er svipað og áður en 1. október s.l. hætti Friðfinnur Einarsson stöðvarstjóri. Gísli Rúnar Eiríksson var ráðinn stöðvarstjóri frá sama tíma.

Helgi ræddi auk þess um:

a) Skýrslu um valkosti til urðunar.
b) Hugmyndir um nýja sorpbrennslustöð.
c) Umhverfismál.

Að lokum færði Helgi stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra og stöðvarstjóra og öðru starfsfólki ánægjulegt samstarf.

2.
Reikningar félagsins árið 1993.

Guðjón Guðmundsson skýrði reikninga stöðvarinnar.
Helstu niðurstöðutölur reikninganna eru:

Rekstrarreikningur, tap ársins kr. 465.306.00
Efnahagsreikningur, eignir alls " 85.743.279.00
Skuldir og eigið fé alls " 85.743.279.00
Veltufé frá rekstri " 4.160.629.00
Skammtímaskuldir " 21.846.399.00
Langtímaskuldir " 21.834.910.00

Reikningarnir voru bornir upp eftir umræður.
Þessir tóku til máls í réttri röð.

Sólveig Þórðardóttir Keflavík-Njarðvík-Höfnum, Jón Gunnarsson, Vogum, Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri S.S., Sigurður Bjarnason, Sandgerði.

Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.

3.
Tilnefning í stjórn og varastjórn fyrir næsta starfsár:

Frá Sandgerði:
Óskar Gunnarsson, aðalmaður.
Pétur Brynjarsson, varamaður.

Frá Gerðahreppi:
Ingimundur Þ. Guðnason, aðalmaður.
Karl Njálsson, varamaður.

Frá Grinadvík:
Hallgrímur Bogason, aðalmaður.
Margrét Gunnarsdóttir, varamaður.

Frá Vatnsleysustrandarhreppi:
Hafsteinn Ólafsson, aðalmaður
Sigurður Kristinsson, varamaður.

Frá Keflavík-Njarðvík-Höfnum.
Albert Hjálmarsson, aðalmaður
Árni Júlíusson, varamaður
Helgi Guðleifsson, aðalmaður
Jón R. Árnason, varamaður
Hilmar Hafsteinsson, aðalmaður
Guðmundur Finnsson, varamaður.

Bókun:

Fundurinn lítur svo á að tilnefning nýja sveitarfélagsins á þremur stjórnarmönnum verði látinn óátalin þar til endurskoðun samþykktanna hefur átt sér stað.

4.
Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara:
Hjörtur Zakaríasson, aðalmaður
Hulda Matthíasdóttir, aðalmaður
Halldór Ingvason, varamaður

5.
Önnur mál - Engar umræður.

Fundarstjóri þakkaði mönnum góðar umræður og sleit fundi kl. 19.45.

Fundarmenn voru 33.

Sigurður Valur Ásbjarnarson (sign.) fundarritari
Drífa Sigfúsdóttir (sign.) fundarstjóri
Til baka