Aðalfundur 1993

7.6.1993
15. aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja haldinn í Samkomuhúsinu Stapa, Njarðvík, 7. júní 1993 kl. 20.30.

Formaður stjórnar Bjarni M. Jónsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Lagði hann til að Sólveig Þórðardóttir yrði fundarstjóri og Kristbjörn Albertsson ritari og var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.
Formaður Bjarni M. Jónsson flutti skýrslu stjórnar og kom víða við. Kom fram í máli hans að alls hefði verið tekið á móti 1870 tonnum hjá stöðinni sem væri um 13% aukning frá fyrra ári. Mikill munur væri orðinn á umhverfi stöðvarinnar, þar sem unnið hefði verið markvisst að frágangi á lóð og plön verið malbikuð. Taldi hann að framkvæmdum mundi ljúka í sumar. Þá stæði til á næstunni að kaupa kvörn til að mala sorp til að auðvelda brennslu.
Í október síðast liðnum var gerð breyting á vaktafyrirkomulagi, þannig að unnið er nú 24 tíma á sólarhring alla 7 daga vikunnar.
Að lokum skýrði Bjarni frá að gerð hefði verið hagkvæmnisathugun varðandi sorpförgun á Suðurnesjum og vísað til erindis Magnúsar Guðmannssonar seinna á fundinum. Þá þakkaði Bjarni meðstjórnarmönnum, framkvæmdastjóra, stöðvarstjóra og öðru starfsfólki gott samstarf.

2.
Guðjón Guðmundsson skýrði reikninga stöðvarinnar.

Helstu niðurstöðurtölur reikninganna eru:
Rekstrarreikningur tap ársins kr. 1.239.648.-
Efnahagsreikningur eignir alls " 71.393.147.-
Skuldir og eigið fé alls " 71.393.147.-
Veltufé frá rekstri " 1.826.278.-

Reikningarnir bornir upp samþykktir samhljóða.

3.
Tilnefning í stjórn og varastjórn fyrir næsta starfsár.

Frá Keflavík:
Fulltrúar Keflavíkur minntu á samþykkt
Oddvitanefndar og vitnuðu til síðasta aðalfundar S.S.S.
Gerðu þeir ráð fyrir að gengið yrði frá málinu á bæjarstjórnarfundi þann 15. júní 1993.

Frá Njarðvík:
Bjarni M. Jónsson, aðalmaður
Arnar Ingólfsson, varamaður

Frá Sandgerði:
John Hill, aðalmaður
Gunnar Sigfússon, varamaður

Frá Gerðahreppi:
Ingimundur Þ. Guðnason, aðalmaður
Karl Njálsson, varamaður

Frá Grindavík:
Margrét Gunnarsdóttir, aðalmaður
Edvard Júlíusson, varamaður

Frá Vatnsl.str.hr.:
Hafsteinn Ólafsson, aðalmaður
Jörundur Guðmundsson, varamaður

Frá Hafnahreppi:
Jóhann Sigurbergsson, aðalmaður
Guðmundur Brynjólfsson, varamaður

4.
Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara:
Hjörtur Zakaríasson, aðalmaður
Hulda Matthíasdóttir, aðalmaður
Halldór Ingvason, varamaður

5.
Sorpeyðing á Suðurnesjum. Hagkvæmnisathugun.
Magnús R. Guðmannsson, verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Njarðvíkur.
Hjá Magnúsi kom fram að aðallega voru borin saman 3 valkostir.

1. Urðun á Suðurnesjum.
2. Flutningur á öllu sorpi til urðunar á höfuðborgarsvæðinu.
3. Ný brennslulína í stöðinni.

Stöðin tekur árlega á móti 15.000 tonnum af úrgangi þar af er um 4.300 tonn frá varnarliðinu. Í stöðinni er brennt nær 10.000 tonnum.
Ekki er reiknað með aukningu á sorpi frá varnarliðinu en að sorp frá sveitarfélögunum aukist í beinu hlutfalli við fólksfjölda.
Niðurstaðan er að ódýrasta leiðin er ný brennslulína, þó ekki muni miklu á tonni og að flytja allt sorp til Reykjavíkur.

6.
Magnús svaraði síðan spurningum fundarmanna.
Eftirtaldir tóku til máls: Kristbjörn Albertsson, Sólveig Þórðardóttir, Helgi Guðleifsson, Ólafur Gunnlaugsson, Guðjón Guðmundsson og Friðfinnur Einarsson.

7.
Önnur mál. Engar umræður.

Fundarstjóri þakkaði mönnum góðar umræður og sleit fundi kl. 22.52.

Fundarmenn voru 22.

K. Albertsson (sign.)
Til baka