Aðalfundur 2003

6.6.2005

25. aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. haldinn fimmtudaginn 19. júní 2003 í sal Matarlystar, Keflavík, Reykjanesbæ.

Dagskrá:

1.                  Fundarsetning.

2.                  Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3.                  Skýrsla stjórnar: Óskar Gunnarsson varaformaður.

4.                  Reikningar félagsins árið 2002: Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri.

5.                  Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

6.                  Nýtt merki fyrir Kölku kynnt.

7.                  Framtíðarsýn í úrgangsmálum á Suðurnesjum (Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri, Aron Jóhannsson umhverfisfulltrúi og Árni Páll Árnason lögfræðingur)

8.                  Tilnefning í stjórn og varastjórn fyrir næsta starfsár

9.                  Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

10.              Önnur mál.

Í fundarlok verða byggingarframkvæmdir við Kölku skoðaðar.

Rétt til fundarsetu eiga allir kjörnir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum eða varamenn þeirra, framkvæmdastjórar sveitarfélaganna, stjórnarmenn félagsins, framkvæmdastjóri og stöðvarstjóri.

 

1. mál             Varaformaður Óskar Gunnarsson setti fundinn í forföllum Sigríðar Jónu Jóhannesdóttur formanns og bauð fundarmenn velkomna.

 

2. mál            Uppástungur komu um Björk Guðjónsdóttur sem fundarstjóra og Aron Jóhannsson sem fundarritara og voru þau sjálfkjörin.

 

3. mál.  Óskar Gunnarsson varaformaður flutti skýrslu stjórnar.

Þrátt fyrir að starfsárið hafi verið í styttra lagi, þá hefur það verið ákaflega viðburðarríkt og hefur stjórnin haldið 13 bókaða fundi.

Við erum nú að sjá árangur af mikilli vinnu undanfarinna ára, vinnu sem staðið hefur linnulaust frá árinu 1995.  Oft hefur manni fundist lítið miða og stundum reyndar afturábak. En þolinmæði og þrautseigja hafa loksins skilað okkur áleiðis. Við náðum samkomulagi við varnarliðið í apríl 2001 og síðan eftir stormasamt útboðsferli, sem gert var grein fyrir á síðasta aðalfundi, undirrituðum við samning við Héðinn ehf. þann 27. júlí s.l. um byggingu nýrrar stöðvar fyrir um 750 milljónir króna. Það má segja að síðan hafi hjólin snúist hratt og þann 21. nóvember s.l. var tekinn fyrsta skóflustungan.

 

 

 

 

 

 

Starfsár stjórnarinnar hófst 2. október 2002 á Fitjum.  Þar skipti stjórnin með sér verkum þannig:

 

 

Helstu verkefni starfsársins voru:

·        Jarðvinnan hafði verið boðin út og lægsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar hf. að upphæð tæplega 40 milljónir króna, eftirlit með þeim framkvæmdum hefur Verkfræðistofa Suðurnesja.

·        Í desember s.l.  hófst síðan vinna við bygginu stöðvar- og móttökuhúss, það er Húsanes sem er undirverktaki hjá Héðni sem sér um framkvæmdir við steypta hluta hússins.

·        Þann 22. apríl s.l. hóf svo Héðinn að reisa stálgrindarhúsið sjálft og hefur verkinu miðað mjög vel og eru allir verkþættir á áætlun.

·        Þjónustubygging sem inniheldur aðstöðu fyrir starfsmenn, vigt og skrifstofu var boðin út fyrir skömmu og var á fundi í dag ákveðið að taka tilboði Húsagerðarinnar upp á rúmlega 32 milljónir.  Þar með hafa öll stærstu verkin verið boðin út fyrir utan sorphauga á Stafnesi.

·        Á mánudaginn kemur þann 23. júní verður vélbúnaði skipað út frá Basse Sambre í Belgíu og kemur hann til landsins í byrjun júlí. Stærstu einstöku hlutirnir sem vega hvor um sig um 100 tonn eru brennsluofninn og eftirbrennslurýmið sem koma í heilu lagi.

 

  • S.S og HS skrifuðu undir samning 15. maí 2003 vegna orkunýtingar frá Kölku.  Hitaveitan leggur til og rekur allan búnað til raforkuframleiðslunnar, ásamt búnaði til að losna við afgangsvarma. Sorpeyðingarstöðin leggur til gufu til rekstursins og húsnæði fyrir búnaðinn. Samningar verða endurskoðaðir eftir 2 ár.  Orkunýting Kölku eykur endurvinnsluhlut stöðvarinnar verulega.

 

  • Valið var nafn á hina nýju brennslustöð og fékk hún nafnið Kalka, sem er gamalt örnefni á vörðu, hvítri að lit, sem afmarkaði landamörk flestra bæja og hreppa á svæðinu.  Einnig verður nýtt merki fyrir Kölku kynnt á aðalfundi.

 

  • Þann 20. maí s.l. sendi Skipulagsstofnun frá sér úrskurð um umhverfismat þar sem  fallist var á fyrirhugaða sorpbrennslu-, móttöku- og flokkunarstöð í Helguvík og urðun á Stafnesi.

 

·        Unnið hefur verið að endurskoðun á samþykktum um sorphirðu og förgun úrgangs á Suðurnesjum, sem og nýrri gjaldskrá sem verður kynnt síðar með haustinu.

 

·        Gerðar voru díoxínmælingar á jarðvegi í nágrenni stöðvarinnar, í Helguvík og Garði að kröfu HES.  En stöðinni hafði verið settar þröngar skorður rekstrarlega af HES vegna hugsanlegrar díoxínmengunar. Niðurstöður mælinga sýndi að magn díoxíns eftir 25 ára starfsemi var langt undir viðmiðunarmörkum sem aðrar þjóðir hafa sett sér.

 

  • Stjórnin fól Jóhannesi K. Sveinssyni hrl að undirbúa og setja fram kröfur á hendur Heklu /Járnbendingu vegna vanefnda á undirrituðum samningi og er beðið viðbragða.

·        Tveir að bjóðendum seinna útboðsins kærðu útboðið til kærunefndar útboðsmála og var Ríkiskaup fyrir hönd S.S. sýknað af öllum kröfum.

·        Stjórnin samþykkti að taka þátt í úttekt á mögulegu samstarfi sorpfélaga á Suður- og Suðvesturlandi, með kostum og göllum.  Einnig áttu sér stað viðræður við Sunnlendinga um nánara samstarf.

 

Hér hefur að mestu verið farið yfir verkefni vetrarins en á sama tíma hefur rekstur gömlu stöðvarinnar gengið sinn vana gang . Sorp sem féll til á Suðurnesjum árið 2002 var um 18.200 tonn en árið á undan var magnið um 19.100 tonn, sem sýnir samdrátt um 900 tonn, eða 5 prósent.

Til brennslu fór um 11.600 tonn, sem er sama magn og árið á undan. Tekist hefur að mestu leiti að eyða öllu brennanlegu sorpi sem fellur til á varnarsvæðinu og Suðurnesjum. Einungis þurfti að kaupa eyðingu fyrir 150 tonn af brennanlegu en það var út af stoppi vegna viðhalds. Árið áður var þessi tala um 510 tonn, hin 500 tonnin í samdrættinum skipta sér nokkuð jafnt á milli annarra sorptegunda. Í ársreikningum má sjá að rekstur stöðvarinnar hefur gengið ágætlega og er rúmlega  milljón krónum lægri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.  Sorp frá varnarliðinu var um 3100 tonn árið 2001 en um 3000 tonn árið 2002.  En það sem af er árinu 2003 hefur það heldur aukist.

Þar sem aðeins á að starfrækja stöðina til næstu áramóta hefur viðhaldi hennar verið haldið í lágmarki eins og sjá má í ársreikningi. Til fróðleiks má geta þess að stöðin var keyrð í 7.420 tíma á árinu 2002 sem er um 85% nýting og 30% af dauða tímarum er vegna helgidaga og skorts á brennsluefni, sem telst nokkuð góð nýting á búnaði.

 

Ég hef hér að framan farið yfir starfsemi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja síðastliðið starfsár. Ég vona að það gefi ykkur innsýn í þau fjölmörgu verkefni sem unnið hefur verið að. 

Ég vil þakka stjórnarmönnum samstarfið á þessu starfsári og þá sérstaklega Sigríði Jónu Jóhannesdóttir formanni sem ég hleyp hér í skarðið fyrir.  Þá vil ég einnig þakka framkvæmdastjóra og starfsmönnum stöðvarinnar, sem og ráðgjöfum fyrir þeirra framlag.

 

Mörg spennandi verkefni bíða nýrrar stjórnar.  Við erum á tímamótum, um næstu áramót hefjum við rekstur á nýrri stöð sem við Suðurnesjamenn getum verið stoltir af. Þá verðum við í fararbroddi  í meðhöndlun úrgangs og verðum fyrstir til að uppfylla allar reglur um endurvinnslu og eyðingu úrgangs.

 

4.mál    Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri flutti skýrslu og reikninga félagsins 2002. Kom fram í máli Guðjóns að rekstrartekjur á árinu 2002 hafi numið 170.491.596 millj. kr. og rekstrargjöld 165.400.750 millj.kr. Hagnaður fyrir afskriftir nam kr. 5.090.846.-.

 

5. mál.            Fundarstjóri gaf orðið laust um skýrslu stjórnar og reikninga. Enginn fundargesta bað um orðið.  Reikningar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja bornir upp og samþykktir samhljóða.

 

6. mál.  Sigríður Jóna Jóhannesdóttir formaður stjórnar og Aron Jóhannsson umhverfisfulltrúi kynntu nýtt merki fyrir Kölku.  Í máli þeirra kom fram að leitað var til tveggja aðila, Jóns Ágústs Pálmasonar og Braga Einarssonar, um hönnun á merki fyrir Kölku.  Tillaga Jóns Ágústs varð fyrir valinu.

 

7. mál  Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri, Aron Jóhannsson umhverfisfulltrúi og Árni Páll Árnason lögfræðingur ræddu framtíðarsýn á sviði úrgangsmála á Suðurnesjum. 

Í máli Aron kom fram að miklar breytingar séu fram undan á sviði úrgangsmála með tilkomu nýrrar laga um meðhöndlun úrgangs og úrvinnslusjóð.  Kalka muni geta boðið upp á sérhæfða lausnir fyrir önnur sorpsamlög hvað varðar brennslu á sérhæfðum úrgangi t.d. eins og spilliefnum, sóttmenguðum úrgangi og rúllubaggaplasti.  Með tilkomu Kölku og því að SV-hornið er að verða eins stór heild eru forsendur fyrir nánara samstarfi á milli sorpsamlaga komnar upp, með mögulegum skiptum á úrgangi á milli samlaga, sameiginlegri fræðslu og samvinnu.

Árni Páll Árnason lögfræðingur fjallaði um nýsett lög um úrvinnslusjóð og meðhöndlun úrgangs.  Í máli hans kom skýrt fram að með gildistöku laga um meðhöndlun úrgangs ber förgunaraðilum (t.d. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.) lagaleg skylda til að innheimta kostnað við förgun úrgangs. Gjaldið skal nægja fyrir öllum kostnaði við förgun úrgangsins, þ.m.t. uppsetningu og rekstur viðkomandi förgunarstaðar.  Þessi lagalega skylda mun hafa mikil áhrif á störf sorpsamlaga og verðskrár þeirra á næstu misserum.

Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri kynnti drög að nýrri gjaldskrá fyrir Suðurnes.  Í máli hans kom fram að ákveðið hefði verið að koma með nýja gjaldskrá á sama tíma og ný lausn kæmi fram á sjónarsviðið.  Gjaldskráin þyrfti að uppfylla nokkra þætti eins og lagaskyldur, hagkvæmni, umhverfissjónarmið og samkeppnishæfni..  Einnig vék hann að þeim spurningum hvert ný gjaldskrá myndi leiða S.S., viðbrögð fyrirtækja vegna hennar, breytingar í sorpstreymi og samkeppnishæfni S.S. á markaði.

Fundarstjóri gaf orðið laust um framtíðarsýn úrgangsmála á Suðurnesjum.  Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Jóhann Geirdal og Ólafur Thordersen.

 

8. mál.            Fundarstjóri óskaði eftir tilnefningu í stjórn og varastjórn fyrir næsta starfsár.

Uppástungur komu frá:

           

Reykjanesbæ:             

Aðalmenn:            Sigríður Jóna Jóhannesdóttir

                                                Albert Hjálmarsson                                                                                                     Jón Ólafur Jónsson

                        Varamenn;            Hermann Helgason

                                                Konráð Lúðvíksson

                                                Bjarni M. Jónsson

 

            Grindavíkurbæ:

                        Aðalmaður:      Hörður Guðbrandsson

                        Varamaður:      Garðar P.Vignisson

 

            Sandgerðisbæ:            

                        Aðalmaður:      Reynir Sveinsson

                        Varamaður:      Óskar Gunnarsson

 

            Gerðahreppi:

                        Aðalmaður:      Einar Jón Pálsson

                        Varamaður:      Gísli Kjartansson

 

            Vatnsleysustrandarhreppi:

                        Aðalmaður:      Kristinn Þór Guðbjartsson

                        Varamaður:      Birgir Þórarinsson

 

9. mál.            Fundarstjóri óskaði eftir tilnefningu endurskoðenda fyrir starfsárið 2002 ? 2003  og komu uppástungur um Hjört Zakaríasson og Huldu Matthíasdóttur og til vara Jón Þórisson.

 

10. mál.            Önnur mál. Engar umræður urðu um önnur mál.

 

Þakkaði varaformaður Óskar Gunnarsson fundarmönnum fundarsetuna og sleit fundi.

 

 

Björk Guðjónsdóttir fundarstjóri                   Aron Jóhannsson fundarritari

Til baka

Sigríður Jóna Jóhannesdóttir, formaður

Reykjanesbær

Óskar Gunnarsson, varaformaður

Sandgerðisbær

Kristinn Þór Guðbjartsson

Vatnsleysustrandarhreppur

Albert Hjálmarson meðstjórnandi

Reykjanesbær

Jón Ólafur Jónsson, meðstjórnandi

Reykjanesbær

Hörður Guðbrandsson

Grindavíkurbær

Einar Jón Pálsson, meðstjórnandi

Gerðahreppur