Aðalfundur SS 2006

8.10.2009

28. aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. haldinn fimmtudaginn 15. júní 2006 kl. 17.00 í fundarsal Kölku (starfsmanna og vigtarhús) í Reykjanesbæ.

 

  1. Jón Gunnarsson formaður S.S. setti aðalfund 2006.
  2. Tilnefning kom um Óskar Gunnarsson sem fundarritara. Var það samþykkt samhljóða. Tók Óskar Gunnarsson við fundarstjórn. Aron Jóhannsson var tilnefndur sem fundarritari og var það samþykkt samhljóða. Engar athugasemdir bárust frá fundarmönnum vegna fundarboðunar.
  3. Jón Gunnarsson formaður stjórnar S.S. kynnti skýrslu stjórnar fyrir árið 2005.
  4. Anna Birgitta Geirfinnsdóttir endurskoðandi kynnti reikninga félagsins árið 2005. Í máli hennar kom fram að samkvæmt rekstrarreikningi nam tap félagsins 65,5, milljónum króna á reikningsárinu. Í árslok 2005 voru skammtímaskuldir 176 milljónum króna hærri en veltufjármunir og eigið fé var neikvætt um 24,8 milljónir króna. Með vísan til framanritaðs verður að telja að hætta sé á gjaldfellingu skulda og nokkur óvissa sé um um möguleika félagsins til áframhaldandi reksturs. Framsetning ársreiknings og þar með mat eigna og skulda er byggð á þeirri forsendu að um áframhaldandi rekstur félagsins verði að ræða en forsenda þess er að það takist að bæta rekstrarafkomu félagsins og fjárhagsstöðu.
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Böðvar Jónsson tók til máls. Reikningar ekki í samræmi við áætlanir og aðkeypt sorpeyðing mikil. Böðvar spurði einnig hvort unnið hafi verið að því að fá dýrari flokka til brennslu? Jón Gunnarsson svaraði því til að mikið hafið verið um stopp sem þýddi að mikið var keyrt frá stöðinni. Stöðin hafi ekki verið á fullum afköstum og magn gámaplana mun meira en vænst var. Guðjón Guðmundsson varð einnig til svara og sagði að úrgangsmagn hafði aukist um 2000 tonn á milli ára á gámaplönum – kostaði fyrirtækið um 30-35 milljónir – Kostnaðaraukinn var ekki inn í rekstraráætlun. Einnig vantað 1500 tonn í hámarksafköst, sem samsvaraði 15 milljónir. Þetta yki á tap stöðvar. Ný spilliefnaverðskrá og samningur við Efnamóttökuna hf. hafi verið gerður í september 2005. Með þeim samningi hafi magn dýrra sorpflokka í brennslu aukist mikið og vonandi verður hægt að sækja enn frekar á þann markað. Ársreikningar Kölku fyrir árið 2005 bornir upp til atkvæðagreiðslu. Ársreikningar samþykktir samhljóða.
  6. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. Breytingar á 1. grein – Samþykkt samhljóða. Breytingar á 2. grein – Samþykkt samhljóða. Breytingar á 6. grein – Samþykkt samhljóða.
  7. Tilnefning í stjórn: Reykjanesbær - Aðalmenn: Guðný Ester Aðalsteinsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Stefán B. Ólafsson – Varamenn: Árni Þór Ármannsson, Ólöf Steinunn Lárusdóttir, Ingvi Þór Hákonarson.  Grindavík – Aðalmaður: Jóna Kristín Þorvaldsdóttir  - Varamaður: Garðar P. Vignisson.      Sandgerði - Aðalmaður: Sigurður Valur Ásbjarnarson – Varamaður: Óskar Gunnarsson  Garður - Oddný Harðardóttir – Varamaður: Arnar Sigurjónsson.  Vogar - Aðalmaður: Inga Rut Hlöðversdóttir – Varamaður: Bergur Álfþórsson 
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. Skoðunarmenn voru tilnefnd: Hjörtur Zakaríasson og Hulda Matthíasdóttir. Anna H. Friðleifsdóttir var tilnefnd sem varamaður. Samþykkt samhljóða.
  9. Önnur mál. Björk Guðjónsdóttir frá Reykjanesbæ: lýsti ánægju með hlut kvenna í stjórn S.S. og þakkaði fyrir greinargóða skýrslu frá formanni. Hún vildi sjá frekari flokkun á úrgangi og hvort að það stæði til hjá núverandi stjórn. Guðjón ræddi flokkun úrgangs á. Sveindís Hákonardóttir frá Reykjanesbæ  var sama sinnis og Björk og vildi frekari flokkun á úrgangi og að stofnaður yrði nytjamarkaður. Sveindís áréttaði að stöðinn þyrfti að fá nýja kúnna í stað USN og tekjumissir yrði umtalsverður. Sveitarfélög þyrftu að koma með meira fé inn í rekstur. Jón Gunnarsson svaraði því að  enginn meðgjöf hafi verið frá sveitarfélögunum í byrjun og stöðin yrði að standa sig í samkeppni við Sorpu. Sveitarfélögin hefðu ekki greitt fyrir sorpið sem kom inn á gámaplön því magn var meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Herinn lagði fram stofnfé í Kölku og greiddi þar af leiðandi minna.  Jón vonaðist til að aukning í sorpmagni vegna stækkana sveitarfélaga myndi fylla út í gatið sem herinn skildi eftir sig. Guðjón sagði að um 300 tonn féllu til af hjólbörðum á Suðurnesjum á ári. Brennsla á þeim feldi í sér sóknartækifæri því hjólbarðar væru mjög orkuríkir eða jafngildi 700 – 800 tonn af heimilissorpi. Heyrúlluplast væri mikið vandamál og mikið félli til á hverju ári. Hörður Guðbrandsson Grindavíkurbæ og fráfarandi stjórnarmaður þakkaði samstarfið við stjórn S.S. Talaði um að síðustu 4 ár hafi verið erfið en næstu 4 ár ætti að nýta í ný sóknartækifæri fyrir stöðina.
  10. Jón Gunnarsson formaður þakkaði fundarstjóra og fundarritara fyrir þeirra störf á aðalfundi og sleit fundi 18.15.
Til baka