Aðalfundur SS 2007

8.10.2009

29. aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. haldinn þriðjudaginn 26. júní 2007 kl. 17.00 í fundarsal Kölku í Reykjanesbæ.

 

 

Dagskrá

 

1.      Fundarsetning.

2.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3.      Skýrsla stjórnar: Guðný Ester Aðalsteinsdóttir, stjórnarformaður.

4.      Reikningar félagsins árið 2006: Guðmundur Kjartansson  lögg. endurskoðandi.

5.      Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

6.      Guðný E. Aðalsteinsdóttir stjórnarformaður kynnir tillögu um mögulegar breytingar á rekstrarformi Kölku..

7.      Ögmundur Einarsson, formaður verkefnisstjórnar svæðisáætlunar kynnir niðurstöður 

          ráðgjafa um meðhöndlun lífræns úrgangs og urðunarstaði.

8.      Tilnefning í stjórn og varastjórn fyrir næsta starfsár.

9.      Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

10.     Önnur mál.

 

Rétt til fundarsetu eiga allir kjörnir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum eða varamenn þeirra, framkvæmdastjórar sveitarfélaganna, stjórnarmenn félagsins, framkvæmdastjóri og stöðvarstjóri.

 

Fundargerð

 

 

1.      Guðný E. Aðalsteinsdóttir formaður S.S. setti aðalfund 2007.

 

2.      Tilnefning kom um Oddnýju Harðardóttur sem fundarstjóra. Var það samþykkt samhljóða. Tók Oddný við fundarstjórn. Aron Jóhannsson var tilnefndur sem fundarritari og var það samþykkt samhljóða. Engar athugasemdir bárust frá fundarmönnum vegna fundarboðunar.

 

3.      Guðný E. Aðalsteinsdóttir formaður stjórnar S.S. kynnti skýrslu stjórnar fyrir árið 2006.

 

4.      Guðmundur Kjartansson löggiltur endurskoðandi kynnti reikninga félagsins árið 2006. Í máli hans kom fram að samkvæmt rekstrarreikningi nam tap félagsins 202 milljónum króna á reikningsárinu. Í árslok 2005 voru skammtímaskuldir 185,9 milljónum króna hærri en veltufjármunir og eigið fé var neikvætt um 50,6 milljónir króna. Með vísan til framanritaðs verður að telja að hætta sé á gjaldfellingu skulda og nokkur óvissa sé um möguleika félagsins til áframhaldandi reksturs. Framsetning ársreikninga og þar með mat eigna og skulda er byggð á þeirri forsendu að um áframhaldandi rekstur félagsins verði að ræða en forsenda þess er að það takist að bæta rekstarafkomu félagsins og fjárhagsstöðu.

 

5.      Fundarstjóri gaf síðan orðið laust um reikninga félagsins og skýrslu stjórnar. Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri S.S. benti á að allar breytingar á áætlunum varðandi rekstur stöðvarinnar skiluðu aldrei krónum í kassann fyrr en of seint. Dæmi um þetta væri aukið magn í sorphirðu vegna meiri fólksfjölgunar en gert væri ráð fyrir í áætlunum. Þetta væri innbyggt í kerfið og peningarnir yrðu að koma strax. Fyrirtæki sem ætti 50.000 krónur í stofnfé og fjárfesti fyrir milljarð króna ætti ávallt erfiðan rekstur fyrir höndum. Eigið fé þyrfti að vera í kringum 200 milljónir til að styrkja reksturinn.  Auk þess sem að aldrei var gert ráð fyrir afskriftum í rekstri (tekjum).

Fundarstjóri bar síðan ársreikninga Kölku fyrir árið 2006 upp til atkvæðagreiðslu. Ársreikningar samþykktir samhljóða.

 

6.      Guðný kynnti mögulegar breytingar á rekstarformi Kölku úr sf. í hf. Umræður urðu um málið eftir erindi Guðnýjar. Böðvar Jónsson  tók til máls og sagði að Reykjanesbær hafi hafið umræðu um að hlutafélagsvæða Kölku. Æskilegra hefði verið fyrir fyrirtækið að vera á sf. formi á meðan Varnarliðið hefði verið á svæðinu, þar sem Varnarliðið vildi bara eiga viðskipti við sveitarfélög á þessu sviði. Nú væri lag á að hlutafélagavæða Kölku þar sem Varnarliðið væri ekki til staðar.  Helstu ástæður fyrir þessu væri að taprekstur Kölku væri óviðunandi en hægt væri að snúa þessu við með því að hækka gjaldskrá eða greiða beint úr sjóðum sveitarfélaga til að mæta hallanum. Þetta væru þó leiðir sem honum hugnaðist ekki. Því þyrfti að kanna önnur rekstrarform og Reykjanesbær væri einhuga um að kanna þessa hlutafélagsleiðina. Staðið yrði við lífeyrissjóðsskuldbindingar og biðlaunamál yrðu leyst. Þetta væri auk þess gamalt rekstrarform og einnig væri þetta rekstur, sem að hans mati, ætti ekki heima hjá sveitarfélögunum og ætti að vera frekar hjá einkafyrirtækjum, sbr. sorphirðan sem væri hjá einkafyrirtækjum. Kostir hlutafélagsvæðingar væru ótvíræðir því þeir ykju verðmæti eigna og eiginfjárstaðan ætti að batna. Það væri ekkert að því að greiða tekjuskatt af rekstrinum því það þýddi að reksturinn væri að bera sig og væri yfir núllinu. Hann hvatti einnig önnur sveitarfélög til að kynna sér málið og taka afstöðu. Akureyri væri dæmi um sorpsamlag sem væri að fara í samskonar breytingar og virtist ætla að takast vel til.

Inga Rut Hlöðversdóttir spurði hvort að hlutafé myndi koma allt frá sveitarfélögunum ef af yrði eða kæmi að utanaðkomandi hlutafé.

Guðný E. Aðalsteinsdóttir áréttaði að sveitarfélögin ættu að skila áliti til nefndarinnar og taka afstöðu.

 

7.      Ögmundur Einarsson kynnti niðurstöður ráðgjafa vegna svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.

 

8.      Tilnefning í stjórn fyrir starfsárið 2007 - 2008:

Reykjanesbær:             Aðalmenn:        Guðný Ester Aðalsteinsdóttir,

Margrét Sæmundsdóttir,

Stefán B. Ólafsson

Varamenn:       Árni Þór Ármannsson,

Ólöf Steinunn Lárusdóttir,

Ingvi Þór Hákonarson. 

Grindavíkurbær:           Aðalmaður:      Jóna Kristín Þorvaldsdóttir 

Varamaður:      Garðar P. Vignisson     

Sandgerðisbær:            Aðalmaður:      Sigurður Valur Ásbjarnarson

Varamaður:      Óskar Gunnarsson

Svf. Garður:                 Aðalmaður:      Oddný Harðardóttir

Varamaður:      Arnar Sigurjónsson

Svf. Vogar:                  Aðalmaður:      Inga Rut Hlöðversdóttir

                                   Varamaður:      Bergur Álfþórsson

 

      Tilnefningar voru samþykktar samhljóða.

 

9.      Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. Skoðunarmenn voru tilnefnd: Hjörtur Zakaríasson og Hulda Matthíasdóttir. Anna H. Friðriksdóttir var tilnefnd sem varamaður. Samþykkt samhljóða.

 

10.  Önnur mál engin.

 

11.  Guðný E. Aðalsteinsdóttir formaður þakkaði fundarstjóra og fundarritara fyrir þeirra störf á aðalfundi og sleit fundi 18.30.

Til baka