Aðalfundur SS 2008

8.10.2009

30. aðalfundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. haldinn mánudaginn 18. ágúst 2008 kl. 17.00 í fundarsal Kölku (starfsmanna og vigtarhús) í Reykjanesbæ.

 

Dagskrá

 

1.      Fundarsetning.

2.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3.      Skýrsla stjórnar: Oddný Harðardóttir, stjórnarformaður.

4.      Reikningar félagsins árið 2007: Anna B. Geirfinnsdóttir lögg. endurskoðandi.

5.      Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

6.      Tillaga (sjá meðfylgjandi fylgiskjal) að breytingum á rekstrarformi Kölku.

7.      Kynnt könnun á neysluvenjum og viðhorfum til endurvinnslu.

8.      Tilnefning í stjórn og varastjórn fyrir næsta starfsár.

9.      Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.

10.     Önnur mál.

 

Rétt til fundarsetu eiga allir kjörnir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum eða varamenn þeirra, framkvæmdastjórar sveitarfélaganna, stjórnarmenn félagsins, framkvæmdastjóri og stöðvarstjóri.

 

Fundargerð

 

  1. Oddný Harðardóttir formaður S.S. setti aðalfund 2008.

2.      Tilnefning kom um Laufeyju Erlendsdóttur sem fundarstjóra. Var það samþykkt samhljóða. Tók Laufey við fundarstjórn. Aron Jóhannsson var tilnefndur sem fundarritari og var það samþykkt samhljóða. Engar athugasemdir bárust frá fundarmönnum vegna fundarboðunar.

3.      Oddný Harðardóttir formaður stjórnar S.S. kynnti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2007-2008.

  1. Anna Birgitta Geirfinnsdóttir endurskoðandi kynnti reikninga félagsins árið 2007. Í máli hennar kom fram að samkvæmt rekstrarreikningi nam tap félagsins 52 milljónum króna á reikningsárinu. Í árslok 2007 voru skammtímaskuldir 268,2 milljónum króna hærri en veltufjármunir og eigið fé var neikvætt um 109 milljónir króna. Með vísan til framanritaðs verður að telja að hætta sé á gjaldfellingu skulda og nokkur óvissa sé um um möguleika félagsins til áframhaldandi reksturs. Framsetning ársreiknings og þar með mat eigna og skulda er byggð á þeirri forsendu að um áframhaldandi rekstur félagsins verði að ræða en forsenda þess er að það takist að bæta rekstrarafkomu félagsins og fjárhagsstöðu.

Framkvæmdastjóri benti á að búið væri að leggja inn 200 milljónir króna inn í reksturinn og skuldastaða því betri. Taka yrði þó tillit til mikilla gengissveiflna en tapið væri minna í ár en í fyrra.

5.      Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga engar. Ársreikningar Kölku fyrir árið 2007 bornir upp til atkvæðagreiðslu. Ársreikningar samþykktir samhljóða.

6.      Tillaga stjórnar SS að breytingum á rekstrarformi Kölku lögð fyrir aðalfund SS sf. þann 18. ágúst 2008.  Tillagan er eftirfarandi: Aðalfundur SS haldinn í Reykjanesbæ þann 18. ágúst 2008 samþykkir að sett verði á fót hlutafélag um allan rekstur SS sf. í dag fyrir utan eign og ábyrgð á rekstri urðunarstaðar (Kalka hf.).  Ef í ljós kemur að við þessar breytingar á rekstrarformi yrðu lánakjör óhagstæðari en nú, verður það vandamál leyst með því að sveitarfélögin beri áfram fulla ótakmarkaða ábyrgð á þeim lánum sem tekin voru við að kosta uppbygginguna.

Með hluthafasamkomulagi verði tryggt að sveitarfélögin lendi ekki í þeirri stöðu að vera einangruð í hlutafélaginu og áhrifalaus um stjórnun og stefnu fyrirtækisins.  Félagið taki til starfa 1.janúar 2009.

Sveitarfélögin leggja áherslu á vinnu með sorpsamlögum á suðvesturhorni landsins að hagkvæmri lausn í málaflokknum fyrir svæðið í heild.  Hlutafélagið Kalka hf. er stofnað í því augnamiði að það geti orðið hluti af nýju sameiginlegu félagi allra sveitarfélaga á suðvesturhorninu. Lögð verður áhersla á að fyrir liggi niðurstaða þeirrar vinnu í síðasta lagi fyrir ágústlok 2010.  Sveitarfélögin öll heita því að selja ekki til þriðja aðila eignarhlut sinn í nýja hlutafélaginu fram að þeim tíma.

 

Nýjar bæjarstjórnir eru kjörnar í lok maí 2010 og taka því ákvörðun um framhaldið verði ekki af samstarfi sveitarfélaga á suð-vestur horninu.

Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. er falið að vinna að málinu.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Böðvar Jónsson tók til máls og spurði hvort að aðalfundur þyrfti að samþykkja þessa tillögu þar sem sveitarfélögin væru búin að samþykkja tillöguna. Ásbjörn Jónsson lögmaður sagði að þetta væri gert til þess að styrkja vinnuna við stofnun nýs hlutafélags. Einar Jón Pálsson tók einnig til máls og spurði hvort að aðalfundur væri að veita stjórninni umboð til að stofna hlutafélagið. Ásbjörn Jónsson lögmaður benti á að svo væri ekki þar sem sveitarfélögin stofna það.

7.      Aron Jóhannsson umhverfisfulltrúi kynnti nýja könnun neysluvenjum og viðhorfum til endurvinnslu

8.      Tilnefning í stjórn S.S. fyrir starfsárið 2008 - 2009:

·        Reykjanesbær - Aðalmenn: Guðný Ester Aðalsteinsdóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Stefán B. Ólafsson – Varamenn: Árni Þór Ármannsson, Ólöf Steinunn Lárusdóttir, Ingvi Þór Hákonarson. 

·        Grindavíkurbær – Aðalamaður: Garðar P. Vignisson  - Varamaður: Hörður Guðbrandsson

·        Sandgerðisbær – Aðalmaður: Óskar Gunnarsson – Varamaður: Sigurður Valur Ásbjarnarson

·        Sveitarfélagið Garður – Aðalmaður: Oddný Harðardóttir – Varamaður: Særún Ástþórsdóttir

·        Sveitarfélagið Vogar – Aðalmaður: Inga Rut Hlöðversdóttir – Varamaður: Bergur Álfþórsson

9.      Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. Skoðunarmenn voru tilnefnd: Hjörtur Zakaríasson og Hulda Matthíasdóttir. Anna H. Friðleifsdóttir var tilnefnd sem varamaður. Samþykkt samhljóða.

10.  Önnur mál. Einar Jón Pálsson tók til máls og hvatti til að komið yrði á græntunnum í sveitarfélögunum. Það væri lítið mál að flokka en það yrði að vera einhver gulrót fyrir fólk. Ekki sanngjarnt að fólk sé að borga fyrir tvær tunnur.

11.  Oddný Harðardóttir formaður þakkaði fundarstjóra og fundarritara fyrir þeirra störf á aðalfundi og sleit fundi kl.18.30.

Til baka