Engin hækkun á sorpgjöldum íbúa á Suðurnesjum

3.2.2014

Við gerð fjárhagsáætlunar sorpeyðingarstöðvarinnar fyrir árið 2014, tók stjórn fyrirtækisins þá ákvörðun að hækka ekki sorphirðu- og sorpeyðingargjöld hjá sveitarfélögunum á árinu 2014. Með þessari ákvörðun tekst að halda sömu gjöldum og voru árin 2012 og 2013. Þetta er mögulegt að gera þar sem rekstur fyrirtækisins hefur batnað verulega að undanförnu. Það má minna á til samanburðar að sorphirðu- og sorpeyðingargjöld sveitarfélaganna hækkuðu frá árinu 2006 til 2012 87%, þ.e. að meðaltali um 14,5% á ári, sem var talsvert umfram verðlagsþróun.
Til baka