Kalka 10 ára 27. maí 2015

26.5.2015

Kaffiveitingar fyrir „gesti og gangandi“ á afmælisdaginn

Hinn 27. maí 2015 eru 10 ár liðin frá því að brennslustöðin Kalka var formlega tekin í notkun. Kalka er í dag eina brennslustöðin á landinu fyrir úrgang og er í eigu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Stöðin var byggð í samvinnu við varnarliðið og fyrstu árin var rekstur stöðvarinnar erfiður og komu m.a. upp ýmis tæknileg vandamál. Rekstur Kölku hefur lagast mikið síðustu ár og stendur stöðin og fyrirtækið, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. nú traustum fótum. Ákveðið var að minnast tímamótanna með því að færa Fjölbrautaskóla Suðurnesja peningagjöf að upphæð 1.000.000 króna til kaupa á tækjum og kennslugögnum fyrir náttúrufræðibraut skólans. Að öðru leyti verður tímamótanna minnst með kaffiveitingum fyrir „gesti og gangandi“ milli kl. 14:00 og 16:30 á afmælisdaginn.

Til baka