Lækkun á endurvinnslustöðvum

3.2.2014

Hófleg notendagjöld á endurvinnslustöðvum sem tekin voru upp í ársbyrjun 2012 eiga stóran þátt í því að tekist hefur að halda óbreyttum almennum sorpgjöldum á íbúa á Suðurnesjum. Um þessi gjöld hafa verið skiptar skoðanir en góður skilningur hefur verið fyrir því að það séu eðlileg viðskipti að þeir aðilar sem nota þjónustu meira en aðrir, borgi í hlutfalli við það. Til að koma til móts við gagnrýni á gjaldtökuna var ákveðið m.a. að lækka viðmiðunarverð á stærri húsgögnum og halda að öðru leyti óbreyttum gjöldum þriðja árið í röð. Fólk getur kynnt sér gjaldskrá á endurvinnslustöðvum hér, en sérstök athygli er vakin á því að fjölmörg úrgangsefni eru ekki gjaldskyld.

Til baka