Stjórn KS - fundur 501

22.3.2019

501. fundur stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. haldinn miðvikudaginn 20. mars 2019  kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ. Mætt eru: Inga Rut Hlöðversdóttir, Ásrún Helga Kristinsdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson, Önundur Jónasson og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Inga Rut Hlöðversdóttir formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Í upphafi fundar var Ingþór Karlsson rekstrarstjóri brennslu mættur og upplýsti hann stjórnarmenn um ýmis atriði varðandi rekstrarmál brennslunnar og svaraði nokkrum spurningum sem fram komu.  

Dagskrá:

1.     Kynningarfundur vegna sameiningarviðræðna Kölku og SORPU

2.     Dagsetning aðalfundar Kölku 2019

3.     Samstarf sorpsamlaga á Suðvesturlandi – fundur 18. mars.

4.     Kalka ehf. - tillaga um breytingu á nafni

5.     Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar - Drög

6.     Nokkur rekstrarmál

·       Magntölur úrgangs 2018

·       Glergámar - kostnaðarupplýsingar

·       Opnunartími á gámaplönum.

7.     Önnur mál  

1. Kynningarfundur vegna sameiningarviðræðna Kölku og SORPU

Eftir að samantekt viðræðna Kölku og SORPU um mögulega sameiningu fyrirtækjanna var vísað til bæjarstjórna sveitarfélaganna á Suðurnesjum til ákvörðunar um framhald málsins, var haldinn kynningarfundur fimmtudaginn 28. febrúar sl. kl. 16:30 í bíósal Duushúsa þar sem ráðgjafar Capacent sem unnu að undirbúningi málsins með stjórnum og viðræðunefndum fyrirtækjanna mættu. Allir bæjarfulltrúar og bæjarstjórar sveitarfélaganna fengu boð á fundinn og var mæting mjög góð. Ráðgjafar Capacent fóru yfir stöðu málsins og tillögur að umræðugrundvelli mögulegrar sameiningar.

Ágætar umræður sköpuðust á fundinum og ýmsar fyrirspurnir komu fram sem ráðgjafar, formaður og framkvæmdastjóri svöruðu.

2. Dagsetning aðalfundar Kölku 2019

Eftir síðasta stjórnarfund kom fram ósk um breytingu á dagsetningu aðalfundar Kölku 2019. Lagt er til að aðalfundurinn verði haldinn í Duushúsum fimmtudaginn 9. maí nk. kl. 15:30. Samþykkt samhljóða.

3. Samstarf sorpsamlaga á Suðvesturlandi – Fundur 18. mars

Formaður og framkvæmdastjóri skýrðu frá fundi Samráðsnefndar sorpsamlaga á Suðvesturlandi sem haldinn var 18. mars sl. og þau mættu á. Á vettvangi samráðsnefndarinnar er í gildi samkomulag um framkvæmd svæðisáætlunnar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi frá árinu 2009, sem nú er til endurskoðunar. Einnig eru í samkomulaginu fleiri atriði eins og til dæmis að gera tillögur til stjórna samningsaðilanna um samræmdar aðgerðir á starfssvæðunum sem ná til allra þátta úrgangsmálanna og leitt geta til gagnkvæms ávinnings og fleira. Á fundinum var Líf Magneudóttir fulltrúi SORPU kosin formaður starfshópsins og Inga Rut Hlöðversdóttir frá Kölku kosin varaformaður. Gert er ráð fyrir að endurskoðuð svæðisáætlun sem starfshópurinn er að vinna í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit, verði tilbúin í lok þessa árs. Stjórn gerir ekki athugasemdir við samkomulagið frá 2009 að öðru leyti en því að gera þarf nafnabreytingu vegna Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.

4. Kalka ehf. – Tillaga um breytingu á nafni

Fyrirtækið Kalka ehf. sem er í eigu Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var stofnað árið 2008 þegar uppi voru hugmyndir um að breyta rekstrarformi fyrirtækisins. Ekkert varð af þeirri breytingu eins og kunnugt er og hefur nokkrum sinnum komið óformlega til tals að afskrá fyrirtækið eða breyta nafni þess. Í ýmsum tilfellum hefur tilvist Kölku ehf. valdið misskilningi og óþægindum og þ.a.l. er lagt til að nafni fyrirtækisins verði breytt og að það verði Berghólabraut ehf. Breytingin samþykkt og framkvæmdastjóra falið að tilkynna breytinguna til fyrirtækjaskrár RSK. Samþykkt samhljóða.

5. Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar - Drög

Hinn 14. mars sl. framkvæmdi Umhverfisstofnun hálfs árs eftirlit með starfsemi fyrirtækisins. Fyrir liggja drög að eftirlitsskýrslu sem framkvæmtastjóri kynnti fyrir stjórn. Engar athugasemdir eða frávik voru gerð við starfsemi fyrirtækisins.

6. Nokkur rekstrarmál

·       Magntölur úrgangs 2018

Framkvæmdastjóri lagði fram sundurliðaðar upplýsingar um magntölur úrgangs ársins 2018. Fram kom m.a. að heildarmagn móttekins úrgangs var rúml. 18.300 tonn sem er svipað magn og árið 2017. Í brennsluna fóru um 11.480 tonn sem einnig er svipað magn og árið 2017. Aukning heimilissorps er um 135 tonn og aukning frá gámafyrirtækjum er rúmlega 80 tonn á milli ára.  Minna magn barst á gámaplönin sem nam rúmlega 400 tonnum á milli ára en magn efna sem fóru í endurvinnslu var svipað milli ára eða rúmlega 2.000 tonn. Frákeyrt í urðun og endurvinnslu voru um 6.800 tonn og auk þess voru um 1.830 tonn af botnösku flutt til urðunar hjá SORPU. Varðandi flokkunarmálin lýsir stjórn ánægju með að árangur fer vaxandi.

·       Glergámar

Framkvæmdastjóri lagði fram upplýsingar og hugmyndir um fyrirkomulag og mögulegan kostnað við uppsetningu og þjónustu vegna söfnunargáma fyrir glerkrukkur og sambærileg glerílát. Stjórn samþykkir að málið verði unnið áfram.

·       Opnunartími á gámaplönum.

Á síðustu stjórnarfundum hefur opnunartími á gámaplönum verið til umræðu í þá veru hvort ástæða væri til að gera breytingar. Magn úrgangs sem berst á gámaplönin var um 400 tonnum minna á síðasta ári en árið á undan. Málið verður áfram til skoðunar.

7. Önnur mál

  1. Næsti stjórnarfundur er áætlaður 23. apríl  2019.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.  

Inga Rut Hlöðversdóttir
Ásrún Helga Kristinsdóttir
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Önundur Jónasson
Jón Norðfjörð

501. fundur stjórnar Kölka sorpeyðingarstöðvar sf á PDF formi, hentugt til útprentunar
Til baka