Stjórn KS - fundur 503

22.5.2019

503. fundur stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. haldinn miðvikudaginn 15. maí 2019  kl. 17:00 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ. Mætt eru: Inga Rut Hlöðversdóttir, Ásrún Helga Kristinsdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson, Önundur Jónasson og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Inga Rut Hlöðversdóttir formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1.       Stjórn skiptir með sér verkum

2.       Starfslok framkvæmdastjóra

3.       Skýrsla Hauks Björnssonar vegna sameiningarhugmynda Kölku og SORPU

4.       Fundargerð aðalfundar 2019

5.       Ráðningarbréf endurskoðanda

6.       Önnur mál 

 

1. Stjórn skiptir með sér verkum

Samkvæmt 6. grein samþykkta félagsins skal stjórn skipta með sér verkum eftir hvern aðalfund.

Fram komu  tillögur um  Ingu Rut og Önund til formanns stjórnar. Atkvæði féllu þannig að Önundur fékk þrjú atkvæði, 2 frá Reykjanesbæ og atkvæði Grindavíkur. Engin mótatkvæði komu fram. Stjórnarmenn færðu Ingu Rut bestu þakkir fyrir störf hennar sem sttjórnarformanns.

Formaður Önundur Jónasson tók við fundarstjórn.

Tillaga um varaformann. Lagt til að Laufey verði varaformaður og var hún sjálfkjörin.

Tillaga um ritara. Tillaga um að Páll Orri verði ritari og var hann sjálfkjörinn.

2. Starfslok framkvæmdastjóra

Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri hefur tilkynnt stjórn að hann muni leggja fram uppsögn sína í júnímánuði nk. Fram kom tillaga um að fresta þessum lið til næsta fundar.

3. Skýrsla Hauks Björnssonar vegna sameiningarhugmynda Kölku og SORPU

Stjórnarmönnum var send skýrsla HB um fýsileika mögulegrar sameiningar Kölku og SORPU. Boðað hefur verið til kynningarfundar á efni skýrslunnar 22. maí nk. kl. 17:00 í bíósal Duushúsa.

Allir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og núverandi og fyrrverandi stjórnarmenn Kölku og framkvæmdastjóri hafa fengið boð á fundinn. Áætluð dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.     Haukur Björnsson fer yfir helstu atriði skýrslunnar í 20 – 30 mínútur

2.     Sjónarmiðum framkvæmdastjóra Kölku verði komið á framfæri á 20 – 30 mínútum

3.     Eftir framsögur verði umræður og fyrirspurnir

4. Fundargerð aðalfundar 2019

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar fundargerð aðalfundar Kölku frá 9. maí sl. Fundargerðin er birt á heimasíðu fyrirtækisins, www.kalka.is.

5. Ráðningarbréf endurskoðanda

Framkvæmdastjóri lagði fram ráðningarbréf frá endurskoðunarfyrirtækinu PriceWaterhouseCoopers ehf. sem var kjörið sem endurskoðandi fyrirtækisins á aðalfundinum 9. maí sl. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu við fulltrúa PWC.

6. Önnur mál

  1. Framkvæmdastjóri upplýsti að brennsla væri hafin á ný eftir rúmlega fjögurra vikna brennslustopp á  meðan yfirgripsmikil viðhaldsvinna fór fram í stöðinni.
  2. Framkvæmdastjóri lagði fram upplýsingar um reiknað skuldahlutfall Kölku í árslok 2018 samkvæmt reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga. Reiknað skuldaviðmið er 117,9%.
  3. Önundur formaður skýrði frá ráðstefnu á vegum FENÚR sem hann sótti nýlega f.h. Kölku.
  4. Næsti stjórnarfundur er áætlaður 4. júní  2019.    

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40

Inga Rut Hlöðversdóttir
Ásrún Helga Kristinsdóttir
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Önundur Jónasson
Jón Norðfjörð

503. fundur stjórnar Kölka sorpeyðingarstöðvar sf á PDF formi, hentugt til útprentunar
Til baka