Stjórn KS - fundur 510

21.1.2020

Fundargerð – 510. stjórnarfundur Kölku

Fundur í stjórn Kölku sf var haldinn þriðjudaginn 16. janúar 2020, kl. 17:00 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ. 

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson. Ásrún Kristinsdóttir boðaði forföll og varamaður komst ekki í hennar stað.

Dagskrá:

1.     Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir desember.
2.     Sorphirða um jól og áramót – kvartanir.
3.     Stefnuáherslur 2019 - forgangsmál á fyrri hluta árs 2020.
4.     Önnur mál.

1.     Framkvæmdastjóri stiklaði á stóru í rekstri Kölku frá síðasta stjórnarfundi. Í kynningu hans kom m.a. eftirfarandi fram:

a.     Fyrirhugaðir botnöskuflutningar eru komnir á framkvæmdastig og var byrjað er að keyra pokum niður í Njarðvíkurhöfn strax eftir áramót. Skip verður lestað upp úr 20. jan.

b.     Framkvæmdastjóri heimsótti framtíðarnefnd Reykjanesbæjar í desember og fór yfir helstu mál á döfinni í Kölku. Talsverðar umræður urðu m.a. um hugmynd Terra að grenndarstöðvum á Ásbrú.

c.     Fundur var haldinn með sviðsstjóra umhverfismála í Reykjanesbæ þar sem grenndarstöðvahugmyndir Terra voru skoðaðar. Terra falið að úrfæra staðsetningar aðeins nánar og kalla fljótlega til annars fundar. Samstaða er um að ef farið verður í breytingar á sorphirðu á Ásbrú verður það samstarfsverkefni Terra, Kölku og Reykjanesbæjar.

d.     Viðræður hafa staðið milli Kölku og Efnamóttökunnar um brennslu spilliefna og áætlun um afhendingu og brennslu slíkra efna er í vinnslu í samvinnu fyrirtækjanna. Núna er spilliefnum brennt samkvæmt áætlun sem fyrirtækin hafa sammælst um.

e.     Í desember var lag til að kalla eftir viðbótarefni til brennslu í stöðinni og gróflega áætlað hafa gámafélögin komið með um 100 tonn af heimilsúrgangi og/eða sambærilegum úrgangi frá fyrirtækum til brennslu.

f.     Gámafélögin hafa einnig lýst yfir áhuga á að koma úrgangi til brennslu í Kölku með reglubundnum hætti.

g.     Umhverfisstofnun kom í reglubundið eftirlit í desember og í skýrslu stofnunarinnar er eitt frávik og tvær ábendingar. Unnið er að úrbótum.

h.     Undirbúningur að nýjum vef Kölku og heildarendurskoðun á öllum upplýsinga- og samskiptamálum fyrirtækisins er hafinn.

i.     Framkvæmdastjóri hefur verið að rýna nýtt frumvarp umhverfisráðherra um meðhöndlun úrgangs og mun fylgja eftir athugasemdum á fundi verkefnisstjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á morgun (17. jan).

2.     Sorphirða um jól og áramót – kvartanir:

Rétt fyrir jól kom upp sú staða hjá Terra að forfalla og óviðráðanlegra aðstæðna tókst ekki að ljúka sorphirðu í Njarðvík á aðfangadag. Það frestaðist framyfir hátíðarnar. Eins og vænta má er magn úrgangs á heimilum meira en í meðallagi svona í kringum hátíðirnar og því voru margir komnir með talsvert umfram fullar tunnur þegar tæmt var. Málið hefur vakið talsverðar umræður á samfélagsmiðlum og í samfélaginu almennt og hafði bæjarstjóri Reykjanesbæjar m.a. samband við framkvæmdastjóra Kölku á aðfangadag. Kalka hefur óskað eftir því við Terra að farið verði vel yfir málið og kannað sérstaklega hvernig bæta megi upplýsingagjöf til fólks þegar svona staða kemur upp. Starfsfólk Kölku vissi ekki af því að Njarðvík hafi ekki verið kláruð fyrr en kvartanir tóku að berast. Það geta alltaf komið upp óviðráðanlegar aðstæður sem truflað geta sorphirðu. Þegar slíkt gerist er mikilvægt að vera á undan samfélaginu með upplýsingar, skýringar og afsökunarbeiðnir eftir því sem við á. Framkvæmdastjóra er falið að vinna áfram með Terra að því að skipuleggja aðgerðir sem fyrirbyggja svona uppákomur og gera nauðsynlegar lagfæringar á upplýsingagjöf til almennings.

3.     Stefnuáherslur stjórnar í byrjun árs:

4.     Önnur mál:

Inga Rut kynnti hugmyndir umhverfisnefndar sveitarfélagsins Voga um samræmda flokkun í stofnunum sveitarfélagsins og áform um íbúafund um flokkunarmál. Óskað var eftir samstarfi við Kölku varðandi íbúafundinn og að framkvæmdastjóri verði með erindi.

Næsti fundur er áætlaður 11. febrúar kl. 16.30.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Önundur Jónasson
Ásrún Kristinsdóttir (boðaði forföll)
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Inga Rut Hlöðversdóttir
Steinþór Þórðarson

Til baka