Stjórn KS - fundur 512

3.3.2020

Fundur í stjórn Kölku sf var haldinn þriðjudaginn 2. mars 2020, kl. 15:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

1. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir febrúar.

2. Starfsmannamál.

3. Samstarf við UST vegna Kórónavíruss.

4. Erindi frá Terra Efnaeyðingu vegna sjónvarpa og tölvuskjáa.

5. Útfærð tillaga eða tilboð Terra í uppsetningu og rekstur grenndarstöðva á starfssvæði Kölku.

6. Verkefni í gangi – Upplýsinga- og samskiptamál, ráðstöfun timburs og ösku.

7. Breytingar á skráningum hjá fyrirtækjaskrá.

8. Önnur mál.

 

1. Framkvæmdastjóri stiklaði á stóru í rekstri Kölku frá síðasta stjórnarfundi. Í kynningu hans kom m.a. eftirfarandi fram:

a. Öryggis- og tryggingamál hafa verið í brennidepli í febrúar. Unnið er að undirbúningi að innleiðingu atvikaskráningarkerfis í samvinnu við Vís.

b. Framkvæmdastjóri fundaði með fulltrúa VÍS og öll tryggingavernd Kölku var tekin til skoðunar. Staða mála reyndist góð og ekki kalla á meiriháttar breytingar.

c. Undirbúningur sumarleyfa er hafinn og ákveðið að taka inn sumarafleysingafólk.

d. Sveitarfélagið Vogar hefur óskað eftir þátttöku Kölku á íbúafundi þann 4. mars nk. Þar verður farið, ásamt fulltrúum frá Terra, yfir ýmis mál varðand sorphirðu, flokkun o.fl. auk þess sem farið verður yfir áherslur stjórnar Kölku fyrir árið 2020.

e. Kalka hefur fest kaup á tveimur 20 feta gámum til að setja niður í stað ónýtra starfsmannahúsa í Grindavík og Vogum. Húsið í Grindavík er komið niður og verið að ganga frá tengingum og lögnum.

2. Starfsmannamál: Trúnaðarmál.

3. Samstarf við UST vegna Kórónavíruss: Umhverfisstofnun hefur kallað eftir fundi með stjórnendum Kölku til að ræða afköst og áreiðanleika stöðvarinnar og átta sig þannig á hlutverki hennar, komi til þess að mikið þurfi að brenna af sóttmenguðum úrgangi.

4. Erindi frá Terra Efnaeyðingu vegna sjónvarpa og tölvuskjáa: Vegna afar slæms verðs á tölvuskjám og sjónvörpum til endurvinnslu óskar TE eftir að Kalka falli tímabundið frá því að innheimta samningsbundið verð. Framkvæmdastjóri kynnti erindið og rökstuðning TE. Framkvæmdastjóra falið að rýna í samning Terra og Kölku og vinna málið áfram.

5. Verkefni í gangi – Upplýsinga- og samskiptamál, ráðstöfun timburs og ösku.

6. Kalka fékk senda tillögu frá Terra að söfnun á endurvinnsluefni í Reykjanesbæ með fjölgun grenndarstöðva og breytingum á Ásbrú. Kalka hefur áhuga á að bjóða góðgerðarfélögum aðgang að grenndarstöðvum með því að geta komið sínum söfnunarílátum fyrir á grenndarstöðvunum í samvinnu við Kölku.

7. Vegna tafa sem orðið hafa á breytingum á framkvæmdastjóra/prókúruhafa Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. áréttar stjórn Kölku samþykkt sína frá 10. september 2019 um heimild fyrir Steinþór Þórðarson (170665-5979) til að rita prókúru félagsins frá og með 1. október. Af sömu ástæðu áréttar stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar ákvörðun sína frá 8. október 2019 að Steinþór Þórðarson skuli koma í stað Jóns Norðfjörð sem stjórnarmaður í Berghólabraut ehf. og skulið það tilkynnt til fyrirtækjaskrár hið fyrsta.

8. Önnur mál:

Næsti fundur er áætlaður 7. apríl kl. 16:30
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:00

Önundur Jónasson
Ásrún Kristinsdóttir
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Inga Rut Hlöðversdóttir
Steinþór Þórðarson

512. fundur stjórnar Kölka sorpeyðingarstöðvar sf á PDF formi, hentugt til útprentunar
Til baka