Stjórn SS - fundur 445

14.2.2014
445. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. haldinn fimmtudaginn 13. febrúar 2014 kl. 17:00 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ. Mætt eru: Oddur Ragnar Þórðarson formaður, Ríkharður Ibsen, Brynja Kristjánsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, Páll Þorbjörnsson, Kristinn Halldórsson og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Oddur Ragnar Þórðarson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

  1. Flugaska – staða mála
  2. Framlag til umhverfismála
  3. Fundargerð samráðsnefndar sorpsamlaga
  4. Önnur mál

1. Flugaska – staða mála

Framkvæmdastjóri fór yfir og skýrði stöðu málsins. Fram kom m.a. að undirbúningsvinna að því að flytja öskuna úr landi er í fullum gangi og framkvæmda- og viðbragðsáætlun verður kynnt Umhverfisstofnun þegar hún liggur fyrir. Skjalavinnsla vegna útflutningsleyfa héðan og innflutningsleyfa í Noregi er vel á veg komin og hluti af því ferli er svokallaður „Notification contract“ sem verður frágenginn í næstu viku.

2. Framlag til umhverfismála

Framkvæmdastjóri kynnti bréf til stjórnenda/sviðsstjóra umhverfismála í sveitarfélögunum þar sem boðað er til fundar um stofnun samráðshóps SS með fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Þetta er gert í samræmi við tillögu sem samþykkt var á stjórnarfundi SS hinn 14. nóvember 2013 þar sem lagt var til að tvisvar á ári, t.d. vor og haust verði í nánu samstarfi við sveitarfélögin á Suðurnesjum sameiginlega, ráðist í ákveðið markaðsátak til að auka umhverfisvitund íbúanna. Hluti af því feli í sér að auglýstir verði ákveðnir gjaldfrjálsir hreinsunardagar fyrir heimili og einstaklinga á svæðinu. Tímasetningar og framkvæmd slíkra hreinsunardaga verði unnin með þeim hætti að stofnað verði til samráðsvettvangs milli aðila og lagt verði upp með að hreinsunardagar verði á sama tíma í öllum sveitarfélögunum.

Ágætar umræður voru um málið og tóku allir fundarmenn til máls.

3. Fundargerð samráðsnefndar sorpsamlaga

Fundargerðin er frá sameiginlegum fundi sorpsamlaganna á suðvesturlandi með fulltrúum frá öllum sveitarfélögum og stjórnum sorpsamlaganna. Fundurinn var haldinn í Félagsgarði í Kjós hinn 10. janúar s.l. Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

4. Önnur mál

Engin mál tekin fyrir undir þessum lið.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:20

Oddur Ragnar Þórðarson
Ríkharður Ibsen
Brynja Kristjánsdóttir
Kolbrún Jóna Pétursdóttir
Kristinn Halldórsson
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir
Páll Þorbjörnsson
Jón Norðfjörð

Til baka