Stjórn SS - fundur 451

12.9.2014

451. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. haldinn fimmtudaginn 11. september 2014 kl. 17:00 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ. Mætt eru: Birgir Már Bragason, Brynja Kristjánsdóttir, Jóna Rut Jónsdóttir, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, Elín Björg Gissurardóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Teitur Örlygsson og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Einnig var mættur á fundinn Ingþór Karlsson, rekstrarstjóri brennslustöðvar.

Þetta er fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar og bauð Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri stjórnarmenn velkomna á þennan fyrsta stjórnarfund á nýju kjörtímabili.

Dagskrá:
     1. Stjórn skiptir með sér verkum
     2. Flugaska – staða mála
     3. Kynning á rekstri fyrirtækisins
     4. Önnur mál

1. Stjórn skiptir með sér verkum

Á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var hinn 21. ágúst s.l. voru eftirtaldir aðilar skipaðir í stjórn og varastjórn fyrir komandi starfsár:

  Aðalmenn Varamenn
Frá Reykjanesbæ: Birgir Már Bragason Baldvin Lárus Sigurbjartsson
  Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir Hanna Börg Konráðsdóttir
  Teitur Örlygsson Bjarni Stefánsson
Frá Grindavíkurbæ: Jóna Rut Jónsdóttir Jóna Rut Jónsdóttir
Frá Sandgerðisbæ: Elín Björg Gissurardóttir Gísli Þór Þórhallsson
Frá Sv.fél. Garði: Brynja Kristjánsdóttir Gísli Heiðarsson
Frá Sv.fél. Vogum: Inga Rut Hlöðversdóttir Bergur B. Álfþórsson
     
Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna er skipting embætta í stjórn eftirfarandi:
Formaður: Birgir Már Bragason Reykjanesbæ
Varaformaður: Brynja Kristjánsdóttir Garði
Ritari: Jóna Rut Jónsdóttir Grindavík
Meðstjórnendur: Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir Reykjanesbæ
  Teitur Örlygsson Reykjanesbæ
  Elín Björg Gissurardóttir Sandgerðisbæ
  Inga Rut Hlöðversdóttir Vogum

Engar athugasemdir komu fram vegna skiptingar verka innan stjórnar og tók nýr formaður, Birgir Már Bragason við fundarstjórn.

2. Flugaska – staða mála

Framkvæmdastjóri upplýsti að samkvæmt nýjustu fregnum frá NOAH væri von á skipi til lestunar á flugösku í þessum mánuði, en ákveðin dagsetning liggur ekki enn fyrir. Framundan er að ganga endanlega frá samningum um framtíðarfyrirkomulag og samstarf við NOAH um móttöku og förgun flugösku í samræmi við niðurstöður viðræðna sem fram fóru í fyrr á árinu.

Framkvæmdastjóri kynnti verð í flutninga og förgun flugöskunnar sem hafa verið samþykkt og liggja til grundvallar við endanlega samningsgerð. Gert er ráð fyrir að gerður verði þriggja ára samningur með möguleikum til framlengingar. Stjórn lýsir ánægju sinni með að tekist hefur að tryggja mjög ásættanlega niðurstöðu fyrir förgun flugösku frá Kölku, sem hefur verið óleyst vandamál um margra ára skeið.

3. Kynning á rekstri fyrirtækisins

Kynning á fyrirtækinu og rekstri þess fór þannig fram að framkvæmdastjóri sýndi glærur með myndum og helstu upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins. Ágætar umræður urðu um hin ýmsu málefni fyrirtækisins og tóku allir fundarmenn til máls.

Að endingu fóru fundarmenn um starfsvæði fyrirtækisins og skoðuðu brennslustöðina o.fl. með leiðsögn framkvæmdastjóra og IK rekstrarstjóra brennslu.

4. Önnur mál

a. Framkvæmdastjóri upplýsti að vinna við fjárhagsáætlun 2015 væri hafin og stefnt að því að leggja hana fyrir stjórn á næsta reglulegum stjórnarfundi í október.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

Birgir Már Bragason
Brynja Kristjánsdóttir
Jóna Rut Jónsdóttir
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir
Elín Björg Gissurardóttir
Inga Rut Hlöðversdóttir
Teitur Örlygsson
Jón Norðfjörð

Til baka