Stjórn SS - fundur 483

21.9.2017

483. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. haldinn fimmtudaginn 10. ágúst 2017  kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ. Mætt eru: Birgir Már Bragason, Brynja Kristjánsdóttir, Jóna Rut Jónsdóttir, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, Elín Björg Gissurardóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Bjarni Stefánsson og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Birgir Már Bragason formaður stjórnar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

   1.   Útboð verksamninga – vinnsluferli

   2.   Útboð á spilliefnaplani og botnöskuskýli

   3.   Samþykktir um meðhöndlun úrgangs – endurskoðun?

   4.   Viðræður við SORPU – sameiginlegur eigendafundur

   5.   Fundargerð verkefnisstjórnar um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum

   6.   Önnur mál

1. Útboð verksamninga - vinnsluferli

Undirbúningur fyrir útboð verksamninga er í fullum gangi og lagði framkvæmdastjóri fram drög að útboðsgögnum fyrir stjórn til að yfirfara. Fyrirtækið Beimur ehf., Sveinn Valdimarsson verkfræðingur er ráðgjafi og stjórnandi verkefnisins og vinnur með framkvæmdastjóra og starfsmönnum fyrirtækisins að verkefninu. Stefnt er að því að útboðsgögnin verði tilbúin fyrir lok þessa mánaðar og að útboðið verði þá strax auglýst. Gert er ráð fyrir að væntanlegir bjóðendur hafi um 35 daga þar til þeir þurfa að skila inn tilboðum.

2. Útboð á spilliefnaplani og botnöskuskýli

Ákvæð í nýju starfsleyfi fyrirtækisins gera ráð fyrir byggingu spillefnaplans og botnöskuskýlis á lóð fyrirtækisins. Verkfræðistofa Suðurnesja vann hönnun og teikningar og eru útboðsgögn tilbúin. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt byggingarframkvæmdirnar og aðeins er beðið eftir umsögn frá Umhverfisstofnun, sem fékk öll gögn send í júnimánuði. Stefnt er að því að auglýsa útboðið þegar umsögnin berst frá Umhvefisstofnun.

3. Samþykktir um meðhöndlun úrgans – endurskoðun?

Framkvæmdastjóri lagði fram til skoðunar samþykktir um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum frá árinu 2005. Stjórnin mun yfirfara samþykktirnar og mögulegar tillögur um breytingar ræddar á næstunni.

4. Viðræður við SORPU – sameiginlegur eigendafundur

Eins og fram kom á síðasta stjórnarfundi, hafa öll sveitarfélögin, eigendur SS tekið til afgreiðslu erindi stjórnar SS um að taka afstöðu til sameiningarviðræðna SS og Sorpu samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Capacent og kynningu sem öll sveitarfélögin fengu. Öll sveitarfélögin hafa samþykkt að boðað verði til sameiginlegs eigendafundar áður en formleg afstaða verði tekin til málsins. Á fundinum var samþykkt að leggja til að boðað verði til fundarins fimmtudaginn 21. september og hafa öll sveitarfölögin samþykkt þá dagsetningu. Stefnt er því að fundurinn verði í bíósalnum í DUUS húsum og hefjist kl. 17:00.

5. Fundargerð verkefnisstjórnar um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar fundargerð 41. fundar verkefnisstjórnar um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum, sem haldinn var 15. júní sl. Verkefnisstjórnin starfar á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

6. Önnur mál

   a)   Næsti stjórnarfundur er áætlaður fimmtudaginn 14. september n.k. og þá er m.a. gert ráð fyrir umræðum um áætlanir vegna stækkandi byggðar og fjölgunar íbúa á Suðurnesjum.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:40

Birgir Már Bragason
Brynja Kristjánsdóttir
Jóna Rut Jónsdóttir
Inga Rut Hlöðversdóttir
Elín Björg Gissurardóttir
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir
Bjarni Stefánsson
Jón Norðfjörð

Til baka