Stjórn SS - fundur 489

9.2.2018

489. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. haldinn fimmtudaginn 8. febrúar 2018  kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ. Mætt eru: Birgir Már Bragason, Brynja Kristjánsdóttir, Jóna Rut Jónsdóttir, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, Elín Björg Gissurardóttir, Bjarni Stefánsson, Inga Rut Hlöðversdóttir og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Birgir Már Bragason formaður stjórnar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

   1.   Sameining Garðs og Sandgerðis – erindi frá verkefnisstjóra

   2.   Bygging spilliefna- og botnöskuskýla – staða máls

   3.   Samráðsnefnd sorpsamlaga á suðveturlandi - viljayfirlýsing

   4.   Sameiningarviðræður SS og Sorpu – staða máls og viljayfirlýsing

   5.   Nokkur rekstrarmál

   6.   Önnur mál

1. Sameining Garðs og Sandgerðis – erindi frá verkefnisstjóra

Borist hefur erindi til stjórnar SS frá Róberti Ragnarssyni sem er verkefnisstjóri undirbúningsstjórnar vegna fyrirhugaðrar sameiningar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar. Sameining þessara sveitarfélaga tekur gildi 15 dögum eftir sveitarstjórnarkosningar sem fram fara hinn 26. maí næst- komandi. Í erindinu er óskað eftir því að rætt verði til hvaða ráðstafana þarf að grípa í ljósi þeirra breytinga sem sameining sveitarfélaganna hefur í för með sér fyrir SS út frá gildandi lögum eða samþykktum félagsins. Jafnframt er óskað eftir því að undirbúningsstjórninni verði kynntar tillögur til breytinga sem nauðsynlegar eru og eftir atvikum önnur atriði sem taka þarf afstöðu til. Óskað er eftir svari eigi síðar en 6. apríl næstkomandi. Farið var yfir ýmis atriði og og rætt um hvað mögulega þarf að breytast í tengslum við sameiningu sveitarfélaganna. Ljóst er að allavega þarf að breyta samþykktum SS og Samþykktum um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum. Framkvæmdastjóri upplýsti að hann hafi rætt við framkvæmdastjóra SSS sem hefur haft samband við Sesselju Árnadóttur lögfræðing hjá KPMG vegna málsins og er hún tilbúin til að aðstoða við þær breytingar sem gera þarf. Fram komu upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að mögulega mundi Jöfnunarsjóður sveitarfélaga taka þátt í kosnaði vegna breytinga sem gera þarf. Samþykkt að hafa samstarf við SSS um verkefnið.

2. Bygging spilliefna- og botnöskuskýla – staða máls

Samkomulag um byggingu botnösku- og spillefnaskýla fór í biðstöðu af óviðráðanlegum ástæðum. Nú liggur fyrir að verktakinn sem gert var ráð fyrir að semja við, getur ekki tekið að sér verkefnið. Framkvæmdastjóra og formanni falið að vinna áfram að málinu.

3. Samráðsnefnd sorpsamlaga á suðvesturlandi - viljayfirlýsing

Í Samráðsnefnd sorpsamlaga á suðvesturlandi eru SORPA bs., Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf., Sorpstöð Suðurlands sf. og Sorpurðun Vesturlands hf. Á fundi nefndarinnar hinn 10. janúar s.l. var meðal annars rætt um ýmis samstarfsverkefni sorpsamlaga sveitarfélaganna út frá sífellt auknum kröfum um meðhöndlun úrgangs. Ákveðið var að leggja viljayfirlýsingu fyrir stjórnir sorpsamlaganna um aukið samstarf og mögulega sameiningu eftir atvikum. Málið var rætt ítarlega og fram kom m.a.  að yfirlýsing af þessu tagi geti verið mjög jákvæð vegna aukinna og sífellt flóknari og strangari krafna sem varða úrgangsmál. Stjórnin telur þó að áherslur og orðalag þurfi að vera skýrari og jafnframt að skilgreina þurfi betur hvert framlag einstakra sorpsamlaga geti verið. Samþykkt að fresta málinu og ræða það nánar á næsta fundi samráðsnefndarinnar.

4. Sameiningarviðræður SS og SORPU – staða máls

Á fundi aðila 7. febrúar voru lögð fram drög að verkefnadagskrá um framhald sameiningarviðræðna fyrirtækjanna. Þar er m.a. lagt til að tekið verði saman yfirlit um gang viðræðnanna og niðurstöður um eignaskiptingu og aðferðafræði við uppfærslu. Þá eru tekin saman verkefni sem varða framtíðarsýn og hvaða fyrirkomulag rekstrar gæti hentað starfseminni best. Þar er m.a. farið yfir mögulegt rekstrarform, mismunandi aðferðarfræði við val stjórnar og hvernig lagt verði til að gjaldtökumálum verði hagað. Framkvæmdastjóri lagði fram minnisblað með nánari samantekt frá Capacent um þau atriði sem lagt er til að rætt verði um á næstu fundum. Málið var rætt og var samþykkt að áframhaldandi viðræður verði samkvæmt meðfylgjandi tillögu. Vegna sameiningarviðræðnanna var ákveðið að leggja til við stjórnir félaganna að samþykkt verði viljayfirlýsing um að lýst verði yfir eindregnum stuðningi um að vinna enn frekar að sameiningarmálum þessara félaga með hagsmuni heildarinnar í huga. Eftir góðar umræður, samþykkti stjórnin viljayfirlýsinguna fyrir sitt leyti.

5. Nokkur rekstrarmál

Vinna samkvæmt nýjum verk- og þjónustusamningum við sorphirðu og fleiri verkefni hófst hinn 1. febrúar s.l. Í lok janúar var dreifibréf með ýmsum gagnlegum upplýsingum sent til allra heimila á Suðurnesjum og birt á heimasíðu fyrirtækisins, www.kalka.is. Í dreifibréfinu koma m.a. fram upplýsingar um hvenær fyrirhugað verður að setja endurvinnsluílát við heimili á Suðurnesjum og einnig var upplýst um stöðu viðræðna SS og SORPU um mögulega sameiningu fyrirtækjanna. Þá var í stuttu máli farið yfir þróun sorpgjalda á Suðurnesjum frá því að brennslustöðin Kalka tók til starfa. Þá var sorphirðudagatalið fyrir 2018 í dreifibréfinu ásamt gjaldskrá á endurvinnsluplönum og greinargóðar upplýsingar um hin ýmsu úrgangsefni sem fólk getur komið með án þess að rukkað sé fyrir. Gámaþjónustan hf. er nú tekin við sorphirðunni og væntum við góðs samstarfs við fyrirtækið. Um leið er full ástæða til að þakka starfsfólki og stjórnendum Hópsness ehf. fyrir mjög gott og árangursríkt samstarf við sorphirðuna síðast liðin sex ár.

6. Önnur mál

   1.   Í samþykktum félagsins segir meðal annars um aðalfundi:

„Aðalfund skal að jafnaði halda í aprílmánuði ár hvert, en síðar þau ár sem fram fara sveitarstjórnarkosningar.“  Aðalfundur félagsins árið 2014 var haldinn 21. ágúst og má því gera ráð fyrir að aðalfundur félagsins verði haldinn á svipuðum tíma á þessu ári og þá var gert.

   2.    Næsti stjórnarfundur er áætlaður fimmtudaginn 8. mars 2018.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:50

Birgir Már Bragason
Brynja Kristjánsdóttir
Jóna Rut Jónsdóttir
Inga Rut Hlöðversdóttir
Elín Björg Gissurardóttir
Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir
Bjarni Stefánsson
Jón Norðfjörð

489. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf á PDF formi, hentugt til útprentunar
Til baka