Stjórn SS - fundur 495

5.10.2018

495. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. (Kölku sf. sorpeyðingarstöðvar.) haldinn fimmtudaginn 6. september 2018  kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ. Mætt eru: Ásrún Helga Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson, Önundur Jónasson og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Framkvæmdastjóri setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1.   Stjórn skiptir með sér verkum.

2.   Kosning fulltrúa í viðræðunefnd við SORPU bs.

3.   Fundargerð aðalfundar lögð fram.

4.   Sjö mánaða rekstraryfirlit lagt fram.

5.   Kynning á starfsemi félagsins.

6.   Önnur mál.

1. Stjórn skiptir með sér verkum

Samkvæmt 6. grein samþykkta félagsins skal stjórn skipta með sér verkum eftir hvern aðalfund.

Fram komu tillögur um  Ingu Rut og Önund til formanns stjórnar. Atkvæði féllu þannig að Inga Rut fékk þrjú atkvæði Grindavíkur, Voga og Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis. Tveir fulltrúar Reykjanesbæjar greiddu atkvæði á móti.

Formaður tók við fundarstjórn.

Tillaga um varaformann. Lagt til að Laufey verði varaformaður og var hún sjálfkjörin.

Tillaga um ritara. Tillaga um að Páll Orri verði ritari og var hann sjálfkjörinn.

2. Kosning fulltrúa í viðræðunefnd við SORPU bs.

Tillaga um að Inga Rut og Önundur ásamt framkvæmdastjóra skipi viðræðunefnd við SORPU bs. vegna viðræðna um mögulega sameiningu félaganna.

3. Fundargerð aðalfundar lögð fram

Fundargerð aðalfundar 2018 lögð fram og verður send til stjórnarmanna í tölvupósti.

4. Sjö mánaða rektraryfirlit lagt fram

Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar rekstraryfirlit úr bókhaldi fyrirtækisins fyrstu sjö mánuði ársins. Farið var yfir rekstraryfirlitið og fram komu spurningar sem framkvæmdastjóri svaraði.

5. Kynning á starfsemi félagsins

Framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri brennslu kynntu nýjum stjórnarmönnum það helsta sem er að gerast í starfsemi félagsins meðal annars með glærukynningu.

6. Önnur mál

1.   Framkvæmdastjóri upplýsti að enn hefur ekki borist svar frá Reykjaneshöfn vegna umsóknar félagsins um lóð fyrir brennslustöð í Helguvík.

2.   Næsti stjórnarfundur er áætlaður 4. október 2018.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:50

Ásrún Helga Kristinsdóttir
Inga Rut Hlöðversdóttir
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Önundur Jónasson
Jón Norðfjörð

495. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf á PDF formi, hentugt til útprentunar
Til baka