Stjórn SS - fundur 498

10.12.2018

498. fundur stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. haldinn fimmtudaginn 6. desember 2018  kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ. Mætt eru: Inga Rut Hlöðversdóttir, Ásrún Helga Kristinsdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson, Önundur Jónasson, og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Inga Rut Hlöðversdóttir formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

1.   Viðræður Kölku og SORPU – kynning Capacent

2.   Tryggingarmál og endurskoðun – útboð

3.   Sorphirða og flokkun úrgangs

4.   Önnur mál

1. Viðræður Kölku og SORPU – kynning Capacent

Viðræðunefndir Kölku og SORPU ásamt ráðgjafa Capacent hittust á fundi í fundarsal Kölku hinn 23. nóvember síðast liðinn. Farin var skoðunarferð um fyrirtækið og starfsemin kynnt. Ráðgjafar Capacent lögðu fram kynningu þar sem meðal annars komu fram hugmyndir um mögulega framtíðarsýn, stjórnarfyrirkomulag, félagsform, fjárhagslegan ávinning og fleira í mögulega sameinuðu félagi. Kynningin var send til allra stjórnarmanna og formanna bæjarráða sveitarfélaganna til óformlegrar kynningar á stöðu viðræðnanna. Ítarleg greinargerð þar sem m.a. er farið yfir forsögu málsins, niðurstöður um eignaskiptingu, ábata af sameiningu félaganna, o.fl. var send til stjórnarmanna með fundarboði. Fulltrúar Capacent þau Þröstur Sigurðsson og Snædís Helgadóttir voru mætt á stjórnarfundinn og fóru ítarlega yfir þau atriði sem fram koma í kynningunni og greinargerðinni. Góðar umræður voru um málefnið og svöruðu fulltrúar Capacent spurningum fundarmanna.

2. Tryggingar og endurskoðun - útboð

Í framhaldi af ákvörðun á síðasta stjórnarfundi um útboð á tryggingum og endurskoðun fyrir félagið, upplýsti framkvæmdastjóri að búið væri að gera samkomulag við Ríkiskaup um að annast útboðin. Jafnframt er búið að tilkynna tryggingarfélagi fyrirtækisins sem er VÍS og endurskoðanda fyrirtækisins sem er Deloitte um ákvörðun um útboð. Stefnt er að því að útboðin verði auglýst 17. desember nk. og tilboð opnuð hjá Ríkiskaupum 8. janúar 2019.

3. Lóðarúthlutun fyrir sorpbrennslustöð

Vegna umsóknar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. um lóðina Berghólabraut 6 fyrir sorpbrennslustöð hefur borist eftirfarandi svar frá Reykjanesbæ:

Eftirfarandi var bókað á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 26. 10. 2018 og staðfest á fundi bæjarstjórnar þann 6. 11. 2018. „Kalka sækir um lóðina Berghólabraut 6 í Helguvík fyrir sorpbrennslustöð“. Samþykkt.

Framkvæmdastjóri skýrði frá fundi sem hann átti með sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar um frekari gögn og fyrirkomulag um framhald málsinns.

4. Sorphirða og flokkun úrgangs

Nú eru liðnir rúmlega tveir mánuðir frá því að flokkun úrgangs við heimili á Suðurnesjum hófst. Flokkunin hefur farið bærilega vel á stað og var flokkað efni um 23% af heildarinnvigtuðu úrgangsmagni frá heimilum í nóvember. Samskipti við íbúa hafa verið mjög mikil og góð undanfarið og ýmsar breytingar verið gerðar á fjölda og tegund endurvinnsluíláta. Einnig hafa borist margar fyrirspurnir og óskir um leiðbeiningar og hefur íbúum verið vel sinnt vegna slíkra óska. Einstaka kvartanir hafa borist svo sem vegna sorphirðu, breytinga á tíðni  sorphirðu o.fl. og hefur samvinna við íbúa og sorphirðuverktakann verið góð í slíkum tilfellum.

5. Önnur mál

  1. Næsti stjórnarfundur er áætlaður 16. janúar 2019.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

Inga Rut Hlöðversdóttir
Ásrún Helga Kristinsdóttir
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Önundur Jónasson
Jón Norðfjörð

498. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf á PDF formi, hentugt til útprentunar
Til baka