Við horfum til betri tíma

14.1.2015

Beina brautin í augsýn.

Undanfarna mánuði og ár hefur starfsemi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja verið að færast úr mjög erfiðum aðstæðum til mun betri vegar. Með yfirveguðum vinnubrögðum, góðri samstöðu stjórnenda, starfsmanna og góðum skilningi viðskiptavina fyrirtækisins er óhætt að segja að Grettistaki hafi verið lyft. Í ársbyrjun 2015 horfum við til betri tíma og getum vonandi farið að beina kröftunum í meira mæli að því að skoða möguleika fyrirtækisins til framtíðar. Ýmsir möguleikar eru til skoðunar m.a. er verið að greina kostnaðarmun á brennslu úrgangs og urðun, unnið er að endurmati á brennslulínu Kölku og viðræður við SORPU um aukið samstarf eða sameiningu hafa verið í gangi. (Sjá meðfylgjandi frétt).

Framtíðarlausn á förgun flugösku

Um þessar mundir er verið að ganga frá samningi við norska fyrirtækið Noah um móttöku og eyðingu flugösku. Búið er að samþykkja samning til fimm ára með möguleikum til framlengingar og áframhaldandi samstarfs.

Sorphirðudagatal 2015.

Við vekjum athygli á að nú hefur sorphirðudagatalið fyrir árið 2015 verið sett hér inn á heimasíðuna.

Gjaldskrár 2015

Við vekjum einnig athygli á nýjum gjaldskrám sem eru komnar á heimasíðuna. (Sjá meðfylgjandi frétt)

Til baka