Umhverfisstefna  Kölku – Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf.  

Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. samþykkir að setja fram eftirfarandi umhverfisstefnu:  

 • Að vinna undir kjörorðinu “við vinnum með umhverfinu”
 • Að aðstaða starfsmanna og umhverfi sé til fyrirmyndar hverju sinni.
 • Að leitast við að efla umhverfisvitund starfsmanna og almennings.
 • Að vera öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni í umgengni við umhverfið.
 • Að starfseminni sé ávallt hagað þannig að hún uppfylli ákvæði laga, reglugerða og starfsleyfis um meðferð og förgun úrgangs.
 • Að kynna fyrir viðskiptavinum og íbúum svæðisins gildi sorpflokkunar, endurvinnslu og endurnýtingu sorps. Að fylgjast með almennri þróun á sviði úrgangsmála og beita þeirri tækni sem hefur minnst áhrif á umhverfið að teknu tilliti til hagkvæmni.
 • Að lágmarka úrgang til urðunar.
 • Að kynna verktökum sem Kalka er í samvinnu við umhverfisstefnu fyrirtækisins með áherslu á umgengni við umhverfið.
 • Að umhverfisstefna verði hluti af gæðahandbók fyrirtækisins.  

Samþykkt í apríl 2005

Í samræmi við þessa umhverfisstefnu eru umhverfismarkmið fyrirtækisins eftirfarandi:

 • Að lágmarka losun út í umhverfið
 • Að auka þekkingu starfsmanna á umhverfismálum
 • Að stuðla að aukinni endurnýtingu og ábyrgri förgun úrgangs

 Samþykkt í desember 2016