Fara í efni

Flokkun úrgangs

Flokkun úrgangs og sorphirða

Innleiðing á nýju flokkunarkerfi mun hefjast um miðjan maí 2023 og standa fram á haustið. Breytingin er liður í löggjöf um breytta úrgangsmeðhöndlun sem tók gildi þann 1. janúar sl.

Í nýju flokkunarkerfi verður flokkað í fjóra flokka á hverju heimili, flokkarnir eru þessir:

Pappír / Pappi

Plastumbúðir

Blandaður úrgangur

Matarleifar

Til viðbótar við þessa fjóra flokka verður frekari söfnun á grenndarstöðvum þar sem gleri, málmum og textíl verður einnig safnað til viðbótar við pappír / pappa og plastumbúðir.

Matarleifum / lífrænum eldhúsúrgangi safnað í körfu með bréfpoka

Samhliða dreifingu á nýjum tunnum verður körfum og bréfpokum fyrir matarleifar dreift á öll heimili. Mikilvægt er að notast við bréfpoka fyrir matarleifarnar þar sem það eru þeir pokar sem jarðgerast best svo hægt verði að nýta moltuna sem vinnst úr sérsöfnuninni.

Karfan er svo sérstaklega hönnuð til þess að tryggja loftflæði að pokanum sem vinnur gegn því að pokinn fari að leka og rifna.

 

Merkingin gildir

Í lögunum sem verið er að innleiða er kveðið á um að allir notist við sömu merkingar fyrir úrgang og því verða allar tunnur merktar með merkingunum sem sjá má hér að ofan. Liturinn á tunnunni skiptir því ekki máli eftir innleiðinguna heldur verður það eingöngu merkingin sem stýrir því hvað fer í hvaða tunnu.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn