Fara í efni

Markmið og stefna

Umhverfisstefna Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.

Stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. samþykkir að setja fram eftirfarandi umhverfisstefnu:

Umhverfisstefna og markmið Kölku

Tilgangur

Tilgangur umhverfisstefnu Kölku er að sýna í framkvæmd og verki ábyrga meðhöndlun á úrgangi í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og stuðla að aukinni umhverfisvitund allra hagsmunaaðila. Að starfsemin endurspegli hringrásarhagkerfið sem haft er að leiðarljósi við alla starfsemi fyrirtækisins.

Framtíðarsýn

Að Kalka sé leiðandi í umhverfismálum varðandi meðhöndlun úrgangs á Íslandi.
Þjónusta og fræðsla til íbúa sveitafélaganna sem leiðir til upplýstari úrgangsstjórnunar allra hagsmunaaðila.

Gildi Kölku

  • Hringrás. Við leitumst alltaf við að finna leiðir til að endurnýta og endurvinna og lágmarka þann úrgang sem fer til förgunar.
  • Umhverfi. Við gerum okkur grein fyrir að það sem við gerum hefur áhrif á umhverfið og leggjum okkar af mörkum til að lágmarka það fótspor sem við skiljum eftir okkur.
  • Samfélag. Við þjónum samfélaginu okkar og viljum vera afl sem tryggir styrk þess til framtíðar í sátt við umhverfið og nýtum til þess aðferðir hringrásarhagkerfisins.

Leiðarljós og áherslur

  • Gildandi staðlar er varða umhverfismál séu nýttir við stjórn fyrirtækisins.
  • Orkunýting sé höfð að leiðarljósi við val á tækjum og búnaði.
  • Við val á efnum sem notuð eru í fyrirtækinu eru umhverfisáhrif efna skoðuð og umhverfisvæn efni valin eftir fremsta megni.
  • Tryggja sem best velferð og vellíðan starfsmanna með heilsusamlegu og hreinlegu starfsumhverfi.
  • Stuðla að framfylgni umhverfismarkmiða meðal starfsfólks með upplýsingagjöf og fræðslu.

Eftirfylgni og endurskoðun umhverfisstefnu

Umhverfismarkmið eru sett fram í samræmi við gildandi umhverfisstefnu og skal endurskoða að lágmarki á tveggja ára fresti. Umhverfisstefnu skal endurskoða á fjögurra ára fresti, oftar ef þörf krefur. Tvisvar á ári skal gera grein fyrir stöðu umhverfismarkmiða og kynna fyrir stjórn.

Samþykkt á stjórnarfundi 09.02.2021.

Umhverfismarkmið Kölku:

  • Að endurnýting og endurvinnsla sé fyrsti valkostur við meðhöndlun efnis sem berst til Kölku í eftirfarandi röð.

a)Endurnýting ↑

b)Endurvinnsla ↑

c)Förgun – brennsla ↕

d)Förgun – urðun ↓

  • Stuðla að aukinni flokkun almennings, fyrirtækja og stofnana.

a)Samræming flokkunarkerfa fyrirtækja, stofnana og heimila

b)Gera íbúum kleift að koma öllum flokkuðum úrgangi frá heimilum til endurvinnslu

c)Gjaldskrá hvetji til flokkunar

  • Markmið í flokkun frá heimilunum.

a)30% í grænu tunnuna (endurvinnanlegur úrgangur)

b)30% í lífræna söfnun 

  • Að starfsemi Kölku sem móttökustöðvar sé áhugaverður kostur fyrirtækja sem vilja tryggja sem minnst umhverfisáhrif við förgun frá starfsemi.
  • Hámarka afkastagetu og tekjur brennslu með brennslu á óendurvinnanlegu efni.
  • Efla innviði Kölku til að geta betur unnið og flokkað endurnýtanlegt og endurvinnanlegt efni.
  • Nýta auðlindir og afurðir sem verða til við vinnslu Kölku á ábyrgan hátt.

a)Nýting varmaorku

1.Nýting botnösku

2.Nýting flugösku

3.Nýting málma

  • Fylgjast með kolefnisspori starfseminnar og vinna stöðugt að því að minnka það.
  • Fylgja eftir markmiðum og mæla árangur með skilmerkilegum hætti og taka saman niðurstöður lykilmælikvarða tvisvar á ári í febrúar og ágúst.

Samþykkt á stjórnarfundi 20. Október 2020.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn