Grenndarstöð Grindavík
Grenndargámar hafa nú verið settir upp fyrir utan Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut. Þar eru nú tveir gámar fyrir almennt sorp, einn fyrir plast, einn fyrir pappa og fjórar tunnur fyrir lífrænt sorp en þær eru festar við girðinguna bak við gámana svo þær fjúki ekki. Komin er reynsla á fyrirkomulagið en gámarnir eru eingöngu ætlaðir fyrir heimilissorp en ekki rekstrarúrgang eða iðnaðarsorp en slíkan úrgang er hægt að koma með á móttökustöðvar Kölku í Helguvík og Vogum
Staðsetningu Grenndargámana má sjá hér