Fara í efni

Grenndarstöðvar

 

Grenndarstöðvar  grenndargamar

 

Á eftirtöldum stöðum geta íbúar Suðurnesja skilað forflokkuðu endurvinnsluefni:

Dagatal fyrir Grenndarstöðvarnar

 

Reykjanesbær:

Dalsbraut, Innri Njarðvík  

Stapabraut, Innri Njarðvík 

Hringbraut 125, Keflavík

Hringbraut 108, Keflavík

Keilisbraut, Ásbrú


Suðurnesjabær:

Strandgata, Sandgerði 

Gerðavegur, Garður

 

Sveitarfélagið Vogar:

Hafnargata, Vogar

Hafnir

Seljavogur,Hafnir


Pappír og umbúðir úr sléttum pappa
Hvernig á að flokka?


Í þennan flokk má setja öll dagblöð, tímarit, auglýsingapóst, prentpappír, hreinar og tómar umbúðir úr sléttum pappa, fernur, morgunkornspakka, eggjabakka og pakkningar utan af matvælum s.s kexi og pasta. Svo ekki komi ólykt við geymslu skal skola fernurnar vel áður en þeim er skilað. Mikilvægt er að fjarlægja allar matarleifar eða plastumbúðir sem kunna að leynast í pappaumbúðum. Losið því blöðin úr plastpokum eða öðrum umbúðum og setjið þau í lausu í gáminn. Pressið umbúðirnar vel saman Hefti og smærri gormar eru óskaðleg við endurvinnslu.

Ekki má setja þykkan kartonpappír sem er mikið ámálaður (skólar og leikskólar) né harðspjaldabækur. Aðskotahlutir rýra endurvinnslugildi pappírsins.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn