Aðalfundur 2021 - fundarboð
43.aðalfundur Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. verður haldinn fimmtudaginn 6. maí 2020 kl. 15:30 á Courtyard Marriott hótelinu í Reykjanesbæ. Vegna Covid 19 verður fundurinn einnig aðgengilegur í streymi á netinu. Upplýsingar um hvernig skuli tengjast fundinum verða sendar á fundardaginn.
Dagskrá:
- Fundarsetning
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar, Önundur Jónasson, stjórnarformaður og Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri.
- Reikningar félagsins árið 2020, Arna G. Tryggvadóttir löggiltur endurskoðandi félagsins.
- Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning.
- Kosning löggilts endurskoðanda.
- Tillaga um þóknun til stjórnarmanna.
- Önnur mál.
Vakin er athygli á því að samkvæmt samþykktum félagsins eiga allir kjörnir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum eða varamenn þeirra, framkvæmdastjórar sveitarfélaganna, stjórnarmenn félagsins og framkvæmdastjóri ásamt framkvæmdastjóra SSS rétt til fundarsetu.
Atkvæðisrétt á fundinum hafa kjörnir sveitarstjórnarmenn.
Fundarboð þetta er sent til allra framangreindra aðila.
Suðurnesjum 27. apríl 2021
F.h. stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.
Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri