Nú er búið að gera upp söfnun á tímabilinu 29. janúar til og með 23. febrúar 2024. Á þessu tímabili voru ílát með lífrænum úrgangi og almennu sorpi tæmd tvisvar og endurvinnsluefnin, pappírsefni og plast sótt einu sinni. Það sem tæmt var í Grindavík á þessu tímabili er, eins og gefur að skilja, ósambærilegt við hin sveitarfélögin.
Alls söfnuðust 302,5 tonn í Reykjanesbæ, rúm 43 tonn í Suðurnesjabæ og 14,7 tonn í Vogum. Skipting í efnisflokka var þessi:
Almennt sorp er 56% af heildinni bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ en 61% í Vogum. Suðurnesjabær hefur vinninginn í söfnun lífræna úrgangsins eða 27% á móti 24-25% í hinum sveitarfélögunum. Reykjanesbær er með afgerandi forystu í söfnun á pappa eða 14%, samanborið við 9-11% í Vogum og Suðurnesjabæ. Plast er 6% af heildarþyngd í söfnun á þessu tímabili bæði í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ en 5% í Vogum.
Þar sem þessi tvö söfnunarmynstur, á tveggja vikna fresti í almennu og lífrænu en endurvinnsluefnin sótt á fjögurra vikna fresti þarf áfram að velja tímabil þar sem tæmingu á öllu svæðinu er lokið. Kalka mun svo birta niðurstöðurnar strax og þær liggja fyrir á hverju tímabili.