29.06.2023
Nú hefur fyrsta losun á lífrænum eldhúsúrgangi á Suðurnesjum farið fram og er óhætt að segja að íbúar á Suðurnesjum hafi farið vel af stað. Í þessari fyrstu losun var blandaður úrgangur og matarleifar sóttur og voru matarleifarnar um 30% af heildarþyngdinni. Matarleifarnar fara svo í gas- og jarðgerðarstöðina GAJA þar sem þeim er umbreytt í moltu og metangas.
Við þökkum íbúum fyrir frábæra byrjun og hlökkum til enn meiri flokkunar ♻️