Stjórnarfundir
508. fundur stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. haldinn mánudaginn 11. nóvember 2019 kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ.
Mætt eru: Önundur Jónasson, Laufey Erlendsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Páll Orri Pálsson, Ásrún Helga Kristinsdóttir og Steinþór Þórðarson framkvæmdastjóri.
Önundur Jónasson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir október.
2. Breytingar á opnunartíma og þjónustustigi í Helguvík
3. Erindi frá Terra um vanreiknaðar vísitöluhækkanir o.fl.
4. Umsókn um yfirdráttarheimild
5. Stefnuáherslur 2019 - yfirferð stefnu og aðkallandi verkefna, fyrsta yfirferð – forgangsmál á fyrri hluta árs 2020
6. Önnur mál
1. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir október
Steinþór Þórðarson framkvæmdastjóri fór stuttlega yfir starfsemi félagsins sl. mánuð fyrir stjórn.
2. Breytingar á opnunartíma og þjónustustigi í Helguvík
Framkvæmdastjóri hefur kannað ýmsa möguleika við breytingu á opnunartíma og auknu þjónustustigi og kynnti þær hugmyndir fyrir stjórn. Umræður sköpuðust um hugmyndirnar og framkvæmdastjóra falið að vinna verkefnið áfram. Stefnt er að endanlegar tillögur um breytingar liggi fyrir á næsta fundi.
3. Erindi frá Terra um vanreiknaðar vísitöluhækkanir o.fl.
Framkvæmdastjóri hefur óskað eftir formlegu erindi frá Terra um málið.
4. Umsókn um yfirdráttarheimild
Stjórn samþykkti umsókn um endurnýjun á yfirdráttarheimild, samhljóða.
5. Stefnuáherslur 2019 – yfirferð stefnu og aðkallandi verkefna, fyrsta yfirferð – forgangsmál á fyrri hluta árs 2020
Stjórnarformaður fór yfir núverandi umhverfisstefnu Kölku og kynnti fyrir stjórn hugmyndir um forgangsmál fyrirtækisins fyrir árið 2020. Farið var yfir verkefnalista stjórnar fyrir næsta ár og kom stjórn sér saman um eftirfarandi verkefni;
Að leggja áherslu á að skoða frekari flokkun heimilanna, uppsetningu grenndarstöðva, frekari flokkun á móttökuplani, kynningarmál, nýtingu orkuvinnslu á brennslustöð og nýtingu timburs.
6. Önnur mál
1. Næsti stjórnarfundur er áætlaður 10. desember 2019.
Fleira ekki gert, fundi slitið. 19:00.
Önundur Jónasson
Ásrún Helga Kristinsdóttir
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Inga Rut Hlöðversdóttir
Steinþór Þórðarson
508. fundur stjórnar Kölka sorpeyðingarstöðvar sf á PDF formi, hentugt til útprentunar