Stjórnarfundir
- fundur stjórnar Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. haldinn þriðjudaginn 4. júní 2019 kl. 16:30 í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 í Reykjanesbæ. Mætt eru: Önundur Jónasson, Laufey Erlendsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Páll Orri Pálsson, Ásrún Helga Kristinsdóttir og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Önundur Jónasson formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.
Dagskrá:
- Kynning á viðhaldsverkefnum í apríl og maí
- Tillaga um gjaldskrárbreytingar
- Viðurkenningar í grunnskóla
- Fyrirhugaðar kynningar í grunnskólum
- Umræður og skráning verkefna komandi starfsárs
- Starfslok framkvæmdastjóra
- Önnur mál
- Kynning á viðhaldsverkefnum í apríl og maí
Mjög umfangsmikil viðhaldsverkefni voru framkvæmd í rúmlega fjögurra vikna brennslustoppi sem hófst 12. apríl sl. Brennsla hófst að nýju 13. maí. Hinn 16. maí varð óvænt bilun í hraðastýringu fyrir aðalblásara stöðvarinnar og stöðvaðist brennslan og var stopp í 8 daga og hófst aftur 25. maí.
Helstu viðhaldsverkefni í viðhaldsstoppinu og óvænta stoppinu voru eftirfarandi:
- Endurnýjaður var rúmlega fjögurra metra langur hluti af eldmúr í brennsluofninum og allur annar hluti ofnsins var húðaður með sérstaklega slitþolnu efni.
- Endurnýjaður var allur eldmúr í þaki eftirbrennslugeymis.
- Endurnýjaður var loftkælir á þaki hverfilhúss. Eldri kælir var orðinn mikið skemmdur og var farinn að hafa áhrif á afkastagetu brennslunnar. Nýi kælirinn er rafhúðaður og á að endast lengur.
- Settur var upp nýr moksturskrabbi fyrir gryfju. Eldri krabbi var orðinn verulega slitinn, m.a hafði verið skipt um mótor, dælu og stál í slitflötum fyrir nokkrum árum.
- Sett var upp nýtt sigti sérhannað fyrir botnösku frá Þýskalandi. Eldra sigti sem var hannað af rekstrarstjóra brennslu fyrir um átta árum var úr sér gengið og þurfti mjög mikið og reglulegt viðhald.
- Ýmsar stálviðgerðir m.a. á slitflötum í innmötunarbúnaði, þili við gryfju, á þaki eftirbrennslugeymis, ketilhurðum og sprengilúgum.
- Endurnýjun á tíðnibreyti fyrir aðalblásara.
Ýmis fleiri verkefni voru unnin, m.a í málningarvinna á brennslulínu og ýmsar minniháttar lagfæringar. Áætlaður viðhaldskostnaður er um 35 mkr.
Framkvæmdastjóri var með skýringamyndir með kynningunni.
- Tillaga um gjaldskrárbreytingar 1. Júlí n.k.
Tillaga er um að hækka allar almennar gjaldskrár að meðaltali um 2,5% frá og með 1. júlí n.k. Gjaldskrá á endurvinnsluplönum hækkar ekki og ekki er hækkun á almennum sorpgjöldum. Viðmiðunarvísitölur neysluverðs til verðtryggingar og launa hafa hækkað um 5,26% á ársgrundvelli, en 2,78% á sex mánaða tímabili. Tillagan samþykkt samhljóða.
- Viðurkenningar í grunnskóla
Um nokkurra ára skeið hefur Kalka veitt viðurkenningu í einni bekkjardeild í hverjum grunnskóla á Suðurnesjum fyrir góðan námsárangur í námsgreinum tengdum umhverfi og náttúru. Framkvæmdastjóri skýrði frá því að nú væri búið að dreifa viðurkenningum í alla grunnskólana og að þessu sinni er veitt viðurkenning bókin Náttúran, leiðsögn í máli og myndum ásamt viðurkenningarskjali.
- Kynningar á úrgangsmálum í grunnskólum á Suðurnesjum
Framkvæmdastjóri skýrði frá því að búið væri að ræða við stjórnendur allra grunnskóla á Suðurnesjum um að fá að koma með kynningu á úrgangsflokkun og umhverfismálum í skólana í haust. Verkefnið er unnið í samstarfi við fræðsludeild Gámaþjónustunnar og nú þegar er búið að fara með kynningu í Háaleitisskóla á Ásbrú og var fræðslufulltrúum Gámaþjónustunnar mjög vel tekið og áhugi nemenda fyrir verkefninu góður.
- Umræður og skráning verkefna komandi starfsárs
Önundur formaður kynnti upplegg að mögulegum verkefnum. Tillögur verða sendar til stjórnar og framkvæmdastjóra og málefni tekin fyrir á næsta stjórnarfundi og verkefnum forgangsraðað.
- Starfslok framkvæmdastjóra
Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri tilkynnti formlega uppsögn sína sem tekur gildi frá og með 1. júlí nk.
Eftir umræður stjórnar var lagt til að staða framkvæmdastjóra verði auglýst og formanni falið að vinna málið áfram. Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum. Páll sat hjá og gerði grein fyrir ástæðu þess sem var að hann vildi fresta ákvörðun. Stjórnin færir Jóni bestu þakkir fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar.
- Önnur mál
- Næsti stjórnarfundur er áætlaður 10. júlí 2019.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30
Inga Rut Hlöðversdóttir
Ásrún Helga Kristinsdóttir
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Önundur Jónasson
Jón Norðfjörð
504. fundur stjórnar Kölka sorpeyðingarstöðvar sf á PDF formi, hentugt til útprentunar