Fundargerð – 519. stjórnarfundur Kölku
Fundur í stjórn Kölku sf var haldinn þriðjudaginn 20. októberber 2020, kl. 17:15. Fundurinn var haldinn með fjarfundarsniði.
Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.
Dagskrá:
- Áætlun 2021 lögð fram til samþykktar.
- Markmiðatexti í stefnu stjórnar lagður fram til samþykktar.
- Önnur mál.
- Áætlunin var kynnt í megindráttum á síðasta fundi, 13. október og hefur stjórnin haft hana til rýni síðan. Framkvæmdastjóri leggur til að honum verði falið að ganga endanlega frá áætluninni og senda hana til SSS. Komi upp ný álitamál verði framkvæmdastjóra og heimilað að ljúka þeim. Áætlun 2021 var samþykkt einróma í stjórn.
- Framkvæmdastjóri lagði til orðalagsbreytingar og lítilsháttar einföldun á markmiðatexta í stefnumótun stjórnar. Stjórn fór yfir markmiðin og voru gerðar lagfæringar í samræmi við umræður á fundinum. Ný umhverfismarkmið Kölku voru samþykkt. Stjórnarformanni falið að vinna drög að nýrri umhverfisstefnu fyrir næsta stjórnarfund. Umhverfismarkmiðin verða birt á vefsíðu Kölku.
- Önnur mál
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:30.
Næsti fundur verði boðaður þriðjudaginn 1. desember.
Önundur Jónasson
Ásrún Kristinsdóttir
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Inga Rut Hlöðversdóttir
Steinþór Þórðarson