Fara í efni

Stjórnarfundir

521. fundur 19. janúar 2021 kl. 16:30 - 19:00 Fundarsal Kölku að Berghólabraut 7
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ásrún Kristinsdóttir
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Laufey Erlendsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundargerð – 521. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-nr.-521-samthykkt.pdf

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 19. janúar 2021, kl. 16:30. Fundurinn var haldinn í fundarsal Kölku að Berghólabraut 7 ásamt því að hægt var að tengjast með fjarfundarformi.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  2. Þjóðarbrennslan
  3. Stefnumótun stjórnar.
  4. Önnur mál.

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra:
    1. Framkvæmdastjóri fór yfir öryggsatvik sem komu upp hafa á síðasta ári gerði grein fyrir stöðu innleiðingar á atvikaskráningarkerfinu „Atvik”.
    2. Framkvæmdastjóri fór yfir sí- og endurmenntun lykilstarfsmanna á síðasta ári.
    3. Unnið hefur verið að útfærslu vinnutímastyttingar og liggja nú fyrir þrjár leiðir til að koma styttingunni í framkvæmd.
    4. Brennsla ársins 2020 nam 11.023 tonnum eða um 85 tonnum yfir meðalbrennslu síðustu 7 ára. Vel gekk að anna eftirspurn eftir brennslu spilliefna.
    5. Nýtt vigtarkerfi er nú komið í notkun. Talsverð vinna er eftir í aðlögun þess að þörfum Kölku.
    6. Nýr vefur fór í loftið undir lok síðasta árs og unnið er að uppfærslu efnis og frekari þróun vefsíðunnar.
    7. Unnið er að innleiðingu rafrænna samþykkta á reikningum til greiðslu.
    8. Framkvæmdastjóri fór yfir rýni á stefnu umhverfisráðherra í úrgangsmálum og frumvarpi til laga um sama málaflokk. Hvort tveggja liggur nú frammi í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
  2. Þjóðarbrennslan: Framkvæmdastjóri fór yfir hvar mál undirbúnings þjóðarbrennslu er statt.
  3. Stefnumótun stjórnar:Stjórnarformaður setti fram og kynnti drög að endurnýjaðri umhverfisstefnu og markmiðum Kölku. Stjórn mun fara fara yfir stefnuna og fá tækifæri til koma með athugasemdir eða tillögur að breytingum fyrir næsta fund.
  4. Önnur mál:

4.1. Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri kynntu framvindu mála varðandi gömlu brennslustöðina. Inga Rut lagði fram tillögu um að framkvæmdastjóri og stjórnarformaður óski eftir afriti af þeim samningum/skilyrðum eða skuldbindingum sem snúa að gömlu sorpbrennslustöðinni frá stjórn Kadeco og er stjórn Kölku einhuga um tillöguna.

4.2. Páll Orri óskaði eftir upplýsingum um stöðu húsnæðismála er varða flugöskugeymslu og lagði framkvæmdastjóri til að honum ásamt Páli Orra yrði falið að vinna greinargerð um málið sem kynnt verður á næsta stjórnarfundi.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 19:00

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 9. febrúar 2021.

Fundargerð samþykkt með tölvupóstum.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn