Fara í efni

Stjórnarfundir

523. fundur 16. mars 2021 kl. 16:30 - 18:20 Fundarsal Kölku að Berghólabraut 7
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ásrún Kristinsdóttir
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Laufey Erlendsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundargerð – 523. stjórnarfundur Kölku

stjornarfundur-kolku-523-fundargerd.pdf

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 16. mars 2021, kl. 16:30. Fundurinn var haldinn í Kölku og með fjarfundarformi.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  2. Verkefni Kölku og Suðurnesjavettvangs til upplýsingar.
  3. Svæðisáætlun úrgangsmála, drög til kynningar.
  4. Stefna og markmið Kölku – tillögur að lokafrágangi.
  5. Sódahöll – nýjar upplýsingar (heildarupplýsingar).
  6. Þjónustustig á móttökuplönum. Erindi frá Vogum.
  7. Önnur mál.

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra:
    1. Öryggisnámskeið fyrir nýtt starfsfólk hefur verið sett upp. Þrjú öryggisatvik hafa verið skráð frá síðasta fundi, öll tengd vinnuvélum/ökutækjum. Engin meiðsl en nokkurt tjón.
    2. Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála.
    3. Framkvæmdastjóri fundaði með bæjarráði Suðurnesjabæjar og fór yfir áður sent erindi um uppsetningu grenndarstöðvar í bæjarfélaginu. Um leið var farið yfir fyrirhugaðar breytingar á sorphirðu og aukinni sérsöfnun endurvinnsluefnis.
    4. Afköst brennslu í febrúar var um 150 kg. á klst meira en í sama mánuði fyrir ári síðan.
  2. Verkefni Kölku og Suðurnesjavettvangs til upplýsingar. Framkvæmdastjóri og stjórnarfomaður kynntu tvö verkefni sem Kalka vinnur í samvinnu við Suðurnesjavettvang, annað tengt brennslu og hitt tengt auðlindagarði í Helguvík.
  3. Stefna og markmið Kölku: Lokafrágangur stefnu og markmiða lagður fram til kynningar.
  4. Stefnumótun stjórnar: Lokafrágangur stefnu og markmiða lagður fram til kynningar.
  5. Áhersluverkefni SSS: Stjórnarformaður kynnti tillögu framkvæmdastjóra SSS að samstarfi við Kölku að verkefni um framtíðaruppbyggingu í Helguvík. Stjórnarformanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningum við SSS.
  6. Flugöskugeymsla: Framkvæmdastjóri kynnti nýjar upplýsingar um kostnað við gámakaup sem gætu hlotist af flutningi í Helguvík. Fyrir liggur að kostnaður við flutninginn gæti numið allt að þreföldum árs ávinningi af flutningi. Framkvæmdastjóri lagði til að málið verði sett á bið og var það samþykkt af stjórn.
  7. Þjónustustig á móttökuplönum – erindi frá Vogum: Kölku barst fyrirspurn frá Vogum um kostnaðinn af því að lengja opnunartíma og hafa opið á laugardögum frá 15. maí til 15. september. Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.
  8. Önnur mál: Engin önnur mál.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:20

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 13. apríl 2021.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn