Fara í efni

Stjórnarfundir

524. fundur 13. apríl 2021 kl. 16:30 - 18:30 Fundarsal Kölku að Berghólabraut 7
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ásrún Kristinsdóttir
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Laufey Erlendsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundargerð – 524. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-524.-stjornarfundur-kolku.pdf

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 13. apríl 2021, kl. 16:30. Fundurinn var haldinn í Kölku og með fjarfundarsniði.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  2. Samþykkt ársreiknings og boðun aðalfundar.
  3. Yfirvofandi breytingar á sorphirðu frá heimilum.
  4. Önnur mál.

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra:
  1. Öryggismál:
    1. Kölku hefur borist krafa frá lögmannsstofu vegna slyss sem starfsmaður varð fyrir árið 2018. Lögmenn VÍS annast málið fyrir hönd Kölku.
    2. Úttekt á brunavörnum (Eldvarnareftirliti Suðurnesja) fór fram í síðustu viku.
    3. Úttekt á neyðarlýsingu á vinnusvæðinu með Bergraf var gerð í byrjun apríl.
    4. Unnið að samsetningu öryggis-, umhverfis- og umbótapakka fyrir starfsmannafund sem er áætlaður 24. apríl. Þar verður m.a. fjallað um gildi, stefnu og umhverfismarkmið Kölku.
  1. Byrjað er að setja upp staðlaðar sorpflokkunarmerkingar á plönum í Helguvík, Grindavík og Vogum.
  2. Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála.
    1. Nýr starfsmaður hóf störf 6. apríl og fyllti skarð fráfarandi starfsmanns.
    2. Auglýst hefur verið starf undir formerkjum átaks Vinnumálastofnunar. Um er að ræða tímabundið starf til sex mánaða með áherslu á umhverfismarkmið Kölku.
  1. Tilvonandi breytingar á móttökusvæði Kölku við Berghólabraut
    1. Breytingar á móttökuplani eru fyrirhugaðar eru í sumar.
    2. Framkvæmdastjóra falið að fylgja eftir erindi sem sent var á umhverfissvið sveitarfélaganna á Suðurnesjum er varðar urðun á óvirkum úrgangi.
  1. Samþykkt ársreiknings og boðun aðalfundar.

Ársreikningur var lagður fram til kynningar og fjallað sérstaklega um skýrslu stjórnar.

 

  1. Yfirvofandi breytingar á sorphirðu frá heimilum:

Framkvæmdastjóri fór yfir þau ákvæði í frumvarpi til nýrra laga um hollustuhætti og mengunarvarnir sem varða auknar kröfur um sérsöfnun á úrgangi frá heimilum.

  1. Önnur mál: Engin önnur mál.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:30.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 11. maí 2021.

Fundargerð samþykkt með undirskriftum og tölvupósti.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn