Stjórnarfundir
Fundargerð – 524. stjórnarfundur Kölku
fundargerd-524.-stjornarfundur-kolku.pdf
Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 13. apríl 2021, kl. 16:30. Fundurinn var haldinn í Kölku og með fjarfundarsniði.
Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.
Dagskrá:
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Samþykkt ársreiknings og boðun aðalfundar.
- Yfirvofandi breytingar á sorphirðu frá heimilum.
- Önnur mál.
- Skýrsla framkvæmdastjóra:
- Öryggismál:
- Kölku hefur borist krafa frá lögmannsstofu vegna slyss sem starfsmaður varð fyrir árið 2018. Lögmenn VÍS annast málið fyrir hönd Kölku.
- Úttekt á brunavörnum (Eldvarnareftirliti Suðurnesja) fór fram í síðustu viku.
- Úttekt á neyðarlýsingu á vinnusvæðinu með Bergraf var gerð í byrjun apríl.
- Unnið að samsetningu öryggis-, umhverfis- og umbótapakka fyrir starfsmannafund sem er áætlaður 24. apríl. Þar verður m.a. fjallað um gildi, stefnu og umhverfismarkmið Kölku.
- Byrjað er að setja upp staðlaðar sorpflokkunarmerkingar á plönum í Helguvík, Grindavík og Vogum.
- Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu starfsmannamála.
- Nýr starfsmaður hóf störf 6. apríl og fyllti skarð fráfarandi starfsmanns.
- Auglýst hefur verið starf undir formerkjum átaks Vinnumálastofnunar. Um er að ræða tímabundið starf til sex mánaða með áherslu á umhverfismarkmið Kölku.
- Tilvonandi breytingar á móttökusvæði Kölku við Berghólabraut
- Breytingar á móttökuplani eru fyrirhugaðar eru í sumar.
- Framkvæmdastjóra falið að fylgja eftir erindi sem sent var á umhverfissvið sveitarfélaganna á Suðurnesjum er varðar urðun á óvirkum úrgangi.
- Samþykkt ársreiknings og boðun aðalfundar.
Ársreikningur var lagður fram til kynningar og fjallað sérstaklega um skýrslu stjórnar.
- Yfirvofandi breytingar á sorphirðu frá heimilum:
Framkvæmdastjóri fór yfir þau ákvæði í frumvarpi til nýrra laga um hollustuhætti og mengunarvarnir sem varða auknar kröfur um sérsöfnun á úrgangi frá heimilum.
- Önnur mál: Engin önnur mál.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:30.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 11. maí 2021.
Fundargerð samþykkt með undirskriftum og tölvupósti.