Stjórnarfundir
Fundargerð – 526. stjórnarfundur Kölku
fundargerd-526.-stjornarfundur-kolku.docx
Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 1. júni 2021, kl. 17:00.
Fundurinn var haldinn í fundarsal Kölku.
Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey
Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.
Dagskrá:
1. Verkaskipting stjórnar.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra.
3. Endurnotkun og endurnýting – samstarf við Fjölsmiðjuna og Furu.
4. Endurvinnsluhlutföll – söfnun frá heimilum. Drög að aðgerðum.
5. Önnur mál.
1. Verkaskipting stjórnar: Stjórnarformaður lagði til að verkaskipting haldist óbreytt. Var sú tillaga
samþykkt einróma.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra:
1. Öryggismál: Öryggisatvik eru enn allt of tíð og í júní varð talsvert tjón á eignum en engin
meiðsl. Mikil áhersla er lögð á skráningu atvika, úrvinnslu og eftirfylgni með fyrirbyggjandi
aðgerðum.
2. Framkvæmdastjóri fór yfir 9 umbótaverkefni sem unnin hafa verið frá síðasta fundi og
tengjast öryggismálum og rekstri almennt.
3. Brennsla og afköst. Afköst í brennslu voru vel yfir sama mánuði í fyrra, fyrri hluta mánaðarins
en álíka mikil frá 16. maí. Helstu skýringar eru óheppilegt brennsluefni og hlé á innmötun
vegna viðhalds á krabba.
4. Framkvæmdastjóri greindi frá fundum með hugsanlegum samstarfsaðila vegna hreinsunar
botnösku og nýtingu endurvinnsluefnis sem Kalka hefur ekki farveg fyrir í dag.
5. Framkvæmdastjóri upplýsti að fyrstu grenndargámarnir sem pantaðir voru á Suðurnes eru
komnir til landsins og á leið í merkingarferli.
3. Endurnotkun og endurnýting – samstarf við Fjölsmiðjuna ofl.
Framkvæmdastjóri sagði frá vettvangsferð starfsmanna Kölku og Fjölsmiðjunnar í Góða hirðinn og
Efnismiðlun Góða hirðisins og áætlunum um aukið samstarf Fjölsmiðjunnar og Kölku.
4. Endurvinnsluhlutföll – söfnun frá heimilum. Drög að aðgerðum.
Stjórn ræddi hugmyndir að aðgerðum til þess að auka hlutfall endurvinnsluúrgangs. Möguleikir um
markaðssamstarf við samstarfsaðila ræddir ásamt því að auka kynningarefni frá Kölku.
5. Önnur mál: Engin önnur mál.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 19:00.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 10. ágúst 2021.
Fundargerð samþykkt með undirskriftum.