Fundur í stjórn Kölku sf var haldinn þriðjudaginn 13. októberber 2020, kl. 16:30. Fundurinn var haldinn með fjarfundarsniði.
Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.
Dagskrá:
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Starfsmannamál.
- Viðhald og bilanir á hausti 2020.
- Áætlun 2021 – Lögð fram til samþykktar.
- Stefnumál Kölku.
- Önnur mál.
- Skýrsla framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri kynnti nokkur mál sem hafa verið ofarlega á döfinni frá síðasta stjórnarfundi:
- Öryggismál: Atvikaskráningar ganga vel en krefjast mikillar eftirfylgni. Nýr starfsmaður er byrjaður að yfirfara áhættumat og greina stöðu Kölku í öryggismálum.
- Forritunarvinnu Tæknivits vegna nýs vigtarkerfis Kölku er að ljúka og undirbúningur innleiðingar er hafinn.
- Brennsla hófst að nýju eftir bilun í kjölfar viðhaldsstopps þann 6. október. Afköst stöðvarinnar hafa verið um 1500 kg/klst. sem er talsvert meira en síðustu mánuði. Vel saxast á uppsafnaðar birgðir.
- Mælikvarðatafla með markmiðum fyrir brennslu kom úr prentun í dag og mun hún verða notuð til að vaka yfir afköstum í brennslu, útblæstri, brennslu spilliefna og sóttmengaðs úrgangs, birgðastöðu í spilliefnageymslu og innvigtun á efni til brennslu.
- Núna í október var byrjað að flokka endurvinnsluefni frá rekstraraðilum inni í stöð. Þessi flokkun er í litlu mæli í byrjun og verið er að meta hvaða aðstöðu þurfi að koma upp til að geta aukið verulega að endurvinnanlegt efni, sem berst óflokkað, sé flokkað eins og aðstæður leyfa og beint í endurvinnslufarvegi. Einnig er í deiglunni að gera tilraunir með hökkun spónlagðs efnis til brennslu.
- Til skoðunar eru breytingar á geymslu flugösku sem fylgt gætu verulegt hagræði.
- Starfsmannamál, trúnaðarmál fært í trúnaðarbók.
- Viðhald og bilanir 2020. Skipulegt viðhald Kölku hefur gengið vel það sem af er ári en bilanatíðni hefur verið með hæsta móti. Verstu bilanirnar tengjast allar sama hluta brennslunnar, katli sem kælir afgas.
- Áætlun 2021. Áætlun fyrir næsta ár var kynnt og er hún á svipuðum nótum og áætlun líðandi árs. Gert er ráð fyrir vísitöluhækkunum bæði á tekjuliði og vísitölutengda samninga. Launaþróun verður í samræmi við lífskjarasamninga að viðbættum lítilsháttar breytingum í starfsmannahaldi sem hækkar launakostnað tímabundið. Þrátt fyrir óvissu með Covid 19 er gert ráð fyrir að tekjur Kölku lækki ekki frá líðandi ári. Áætlunin verður afgreidd á aukafundi.
- Stefnumál Kölku:Ákveðið var að afgreiða stefnumál Kölku á ofangreindum aukafundi.
- Önnur mál: Stjórn leggur í hendur framkvæmdastjóra að óska eftir því að fá áætlaðan afhendingartíma á nýrri vefsíðu fyrirtæksins, sem er í vinnslu.
Aukafundur stjórnar er áætlaður 20. október kl. 16:30. Næsti stjórnarfundur er áætlaður 10. nóvember kl. 16:30.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.
Önundur Jónasson
Ásrún Kristinsdóttir
Laufey Erlendsdóttir
Páll Orri Pálsson
Inga Rut Hlöðversdóttir
Steinþór Þórðarson