Fara í efni

Stjórnarfundir

530. fundur 09. nóvember 2021 kl. 16:30 - 19:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ásrún Kristinsdóttir
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Fríða Stefánsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundargerð – 530. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-530.-stjornarfundur-kolku.docx

 

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 9. nóvember 2021, kl. 16:30. Fundurinn var með fjarfundarsniði.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Ásrún Kristinsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir, Fríða Stefánsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  2. Áætlun Kölku fyrir 2022.
  3. Önnur mál.

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra:
  1. Öryggismál: Nokkur atvik hafa verið skráð frá síðasta fundi en ekki alvarleg. Mjög jákvætt er að sjá málum fjölga í atvikaskráningum en það gefur kost á fyrirbyggjandi aðgerðum.
  2. Afköst brennslu í október voru um 1532 kg. á klst. sem teljast má býsna góður árangur. Tvisvar sinnum fór sólarhringsbrennsla undir 1400 kg. á klst. í bæði skiptin vegna stíflu í innmötunarbúnaði.
  1. Áætlun Kölku.

Framkvæmdastjóri kynnti forsendur áætlunar og helstu stærðir. Gögnum um málið var dreift til stjórnar fyrst 21. október og aftur 5. nóvember. Framkvæmdastjóri kynnti einnig erindi frá Reykjanesbæ þar sem þess er farið á leit að Kalka haldi aftur af gjaldskrárhækkunum eins og kostur er. Í gögnum og yfirferð framkvæmdastjóra er fjallað um ytri þrýsting á hækkanir og stærstu óreglulegu- eða eins skiptis liði í áætlun komandi árs (fjárfestingar, viðhald, útboð o.fl.). Gert er ráð fyrir að daglegur rekstur Kölku verði á svipuðum nótum á næsta ári eins og því sem nú er að líða.

Framkvæmdastjóri gerir tillögu til stjórnar um að hún samþykki framlagða áætlun Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. fyrir rekstrarárið 2022. Framkvæmdastjóra og stjórnarformanni verði falin lokafrágangur áætlunar.

  1. Önnur mál: Engin önnur mál.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 19:00.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 7. desember 2021.

Fundargerð samþykkt með tölvupóstum.

 

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn