Fara í efni

Stjórnarfundir

534. fundur 15. mars 2022 kl. 16:30 - 18:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Ásrún Kristinsdóttir
  • Laufey Erlendsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundargerð – 534. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-534.-stjornarfundur-kolku.docx

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 15. mars 2022, kl. 16:30. Fundurinn var haldinn með fjarfundarsniði.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Inga Rut Hlöðversdóttir, Ásrún Kristinsdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir febrúar.
  2. Endanlegar efnistölur síðasta árs.
  3. Undirbúningur fyrir breytingar 2023 – Útboðsmál.
  4. Aðalfundur 2022.
  5. Önnur mál.

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra:

Framkvæmdastjóri fór yfir yfir helstu þætti í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi.

  • Miklar framfarir hafa orðið í notkun persónuhlífa og reglufylgni í öryggismálum.
  • Brennsla í febrúar var að meðaltali 1526 kg/klst. í febrúar eða lítillega undir markmiði. Vandræði með innmötunartjakk og óheppilegt efni skýra það að mestu. Einnig var óvenju lítið um spilliefni.
  • Brennsla í mars, fram að stoppi, var 1559 kg/klst. í mars. Umtalsverð aukning í spilliefnum.
  • Viðhaldsstopp hófst aðfararnótt mánudagsins 14. mars. Búist er við þriggja vikna stoppi m.a. til að endurfóðra eftirbrennslu og skipta um poka í reykhreinsivirki.
  • Skemmdir hafa komið í ljós á þaki stöðvarinnar. Leitað hefur verið til verkfræðistofu til að taka ástandið út og gera tillögur um úrbætur.
  • Dagana 6. og 7. mars var 1319 tonnum af flugösku skipað um borð í Hav Saga í Njarðvíkurhöfn. Útskipunin og undirbúningur hennar gengu mjög vel og mun betur en undanfarin ár.

 

  1. Endanlegar efnistölur 2021.

Alls bárust 20.965 tonn af efni til Kölku á síðasta ári. Er það tæpum 2000 tonnum meira en 2020 og árin þar á undan. Aukningin er 11%.

 

  1. Undirbúningur fyrir breytingar 2023 – Útboðsmál.

Framkvæmdastjóri fór yfir ýmsa vinnu, bæði á vettvangi Kölku og í ýmsu samstarfi, sem miðar að því að breytingar á úrgangsmeðhöndlun sem ganga í gildi fái fullnægjandi undirbúning. Starfshópur á vegum sveitarfélaganna er að fá ýmsar kynningar þessa dagana og mun í framhaldinu verða ráðgefandi um lausnir fyrir Suðurnes. Þá er Kalka þátttakandi í undirbúningi á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fenúr og samráðsvettvangs sorpsamlaganna á SV horninu.

Framkvæmdastjóri kynnti einnig ýmis sjónarmið varðandi yfirvofandi útboð á samningum. Framkvæmdastjóra falið að hefja samtal við samningsaðila um framtíðarhorfur á sorphirðu frá heimilum í ljósi breytinga á lögum sem taka gildi í byrjun næsta árs.

  1. Aðalfundur 2022:

Hefð er fyrir því hjá Kölku að þegar sveitarstjórnarkosningar eru að vori er aðalfundur haldinn síðsumars. Framkvæmdastjóri lagði til að valinn verði fundardagur á bilinu 22. – 25. ágúst.

  1. Önnur mál:
    Umræða um tíðni tæminga á hinum ýmsu flokkum á grenndarstöðvum. Enn er að koma reynsla á þörfina og verður hún endurskoðuð með tilliti til magns.
    Rætt um gjaldskrá og að fjölgað verði flokkum á móttökuplani þar sem hreint timbur er aðskilið betur frá máluðu- og plasthúðuðu timbri með aukna endurvinnslu að leiðarljósi.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:03.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 5. apríl 2022.

Fundargerð samþykkt með tölvupóstum.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn