Fara í efni

Stjórnarfundir

535. fundur 03. maí 2022 kl. 16:30 - 18:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ásrún Kristinsdóttir
  • Laufey Erlendsdóttir
  • Páll Orri Pálsson
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Páll Orri Pálsson

Fundargerð – 535. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-535.-stjornarfundur-kolku.docx

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 3. maí 2022, kl. 16:30. Fundurinn var haldinn með fjarfundarsniði.

Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Inga Rut Hlöðversdóttir boðaði forföll, Ásrún Kristinsdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir mars og apríl.
  2. Tjón Kölku vegna eldsvoða á athafnasvæði ÍG.
  3. Grænt bókhald, endanlegar tölur.
  4. Nýting grenndarstöðva, tölfræði.
  5. Útboð verksamninga.
  6. Viðgerð á þaki brennslustöðvar.
  7. Kynningarátak um flokkun.
  8. Önnur mál.

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra:

Framkvæmdastjóri fór yfir yfir helstu þætti í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi.

  • Fimm atvik hafa verið skráð í atvikaskráningarkerfi Kölku frá síðasta fundi.
  • Afköst í brennslu hafa verið góð en tvö löng brennslustopp voru í mars og apríl.
  • Viðhaldsstopp hófst aðfararnótt mánudagsins 14. mars. Gangsett var aftur 4. apríl. Verkinu var lokið innan áætlaðra tímamarka en hefðu ekki verið veruleg forföll vegna Covid hefði mátt ljúka þessu allt að fimm dögum fyrr.
  • Framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri brennslu funduðu með fulltrúum Noah, norsks fyrirtækis sem hefur annast förgun flugösku fyrir Kölku. Það samstarf er í uppnámi en aðilar samstarfsins eru sammála um að leita allra leiða til að halda því áfram.
  • Framkvæmdastjóri greindi frá ýmissi vinnu sem staðið hefur yfir vegna undirbúnings breyttrar sorphirðu um áramót. .

 

2. Tjón Kölku vegna eldsvoða á athafnasvæði ÍG.

Ljóst er að tjón Kölku vegna eldsvoðans sem varð 9. apríl á nærliggjandi lóð er umtalsvert. Vegna rafmagnstruflana urðu skemmdir á rafbúnaði í brennslu sem kostaði fjögurra daga brennslustopp. Þá brann talsvert af ílátum, kerjum og tunnum, sem geymd voru í gámum á lóðarmörkum Kölku og ÍG.

 

3. Endanlegar efnistölur 2021.

Alls bárust 20.100 tonn af efni til Kölku á síðasta ári. Vel gekk að stjórna útblæstri frá brennslunni síðasta ár.

4. Nýting grenndarstöðva, tölfræði:

Framkvæmdastjóri fór yfir tölur um nýtingu grenndarstöðva frá fyrstu losun þeirra í september. Ljóst er að mikill munur er á magni sem berst í stöðvarnar eftir staðsetningu þeirra. Þá virðist nokkur stígandi í notkun þeirra en óregluleg losun gerir ályktanir þar um býsna erfiðar. Kalka mun á næstunni fara yfir grenndarstöðvarmál með sveitarfélögunum. Framkvæmdastjóra falið að meta þörf fyrir breytingar á grenndarstöðvum og koma með tillögu fyrir næsta fund.

5. Staða verksamninga

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu verksamninga en samningar eru í gildi til lok janúar 2023. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.

 

6. Viðgerð á þaki brennslustöðvar

Verkfræðistofa Suðurnesja gerði úttekt á viðgerð á þaki brennslustöðvar og leitað er tilboða í verkið.

 

7. Kynningarátak um flokkun

Framkvæmdastjóra falið að gera tímalínu og áætlun um kynningarátak í flokkunarmálum og kanna mögulega samstarfsaðila.

 

8. Önnur mál

Engin önnur mál.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:10.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 2022.

Fundargerð samþykkt með tölvupóstum.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn