Stjórnarfundir
Fundargerð – 536. stjórnarfundur Kölku
fundargerd-536.-stjornarfundur-kolku.docx
Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 14. júní 2022, kl. 17:30. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Kölku að Berghólabraut 7.
Mættir: Önundur Jónasson sem stýrði fundi, Inga Rut Hlöðversdóttir boðaði forföll, Ásrún Kristinsdóttir, Laufey Erlendsdóttir boðaði forföll, Páll Orri Pálsson sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.
Dagskrá:
- Verksamningar sem losna í lok janúar 2023. Framlenging eða útboð?
- Önnur mál.
- Verksamningar sem losna í lok janúar 2023. Framlenging eða útboð?:
Framkvæmdastjóri fór yfir yfir helstu sjónarmið í sambandi við framlengingu gildandi samninga eða útboð. Stjórnarformaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
Framkvæmdastjóra verði falið, í samráði við stjórnarformann, að tilkynna Terra og ÍG formlega um vilja Kölku til að framlengja.
Framkvæmdastjóri leiðir viðræður um breytt viðskiptakjör og hefur umboð til að ganga frá slíkum breytingum í samráði við stjórnarformann.
Framkvæmdastjóri gerir einnig nauðsynlegar ráðstafanir til að hefja undirbúning útboðs, komi til þess að ekki náist samstaða um framlengingu.
Tillagan samþykkt samhljóða
- Önnur mál.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 19:00.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 2022.
Fundargerð samþykkt með tölvupóstum.