Fara í efni

Stjórnarfundir

538. fundur 23. ágúst 2022 kl. 16:30 - 19:00 Fundarsal Kölku að Berghólabraut 7
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Eiður Ævarsson
  • Svavar Grétarsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir

Fundargerð – 538. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-538.-stjornarfundur-kolku.docx

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 23. ágúst 2022, kl. 16:30 í fundarsal Kölku í Helguvík.

Mættir: Önundur Jónasson, Ingþór Guðmundsson, Eiður Ævarsson, Svavar Grétarsson, Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Stjórn skiptir með sér verkum
  2. Fundargerð aðalfundar lögð fram
  3. Kynning á starfsreglum stjórnar og starfsemi félagsins
  4. Tillögur um breytingar á sorphirðu um komandi áramót
  5. Önnur mál

 

  1. Stjórn skiptir með sér verkum:

Stjórnarformaður: Ingþór Guðmundsson var valinn formaður með atkvæðum Voga, Suðurnesjabæjar og öðru atkvæði Reykjanesbæjar. Önundur Jónasson sem einnig bauð sig fram til stjórnarformanns fékk annað atkvæði Reykjanesbæjar og atkvæði Grindavíkur.

Varaformaður stjórnar: Önundur Jónasson var valinn varaformaður með öllum greiddum atkvæðum.

Ritari: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir var valin ritari með öllum greiddum atkvæðum.

  1. Fundargerð aðalfundar lögð fram:

Framkvæmdastjóri kynnti lykiltölur og aðrar helstu upplýsingar úr fundargerð aðalfundar.

 

  1. Kynning á starfsreglum stjórnar og starfsemi félagsins:

Framkvæmdastjóri kynnti samþykktar starfsreglur stjórnar Kölku og hvatti fundarmenn til að skoða þær betur nú við upphaf stjórnarsetu.

  1. Tillögur um breytingar á sorphirðu um komandi áramót:

Önundur Jónasson kynnti tillögur fráfarandi stjórnar Kölku um útfærslu breytinga á sorphirðu um komandi áramót. Í tillögunum er gert ráð fyrir sveigjanlegu kerfi þar sem íbúar geti haft val um söfnun endurvinnsluefna við húsvegg eða í grenndarstöðvar.

 

  1. Önnur mál:

Framkvæmdastjóri greindi frá fundi með framkvæmdastjóra SSS og endurskoðanda sem haldinn var að morgni 23.8.22 um sameiginlegar lífeyrisskuldbindingar SSS og Kölku. Fyrir liggur að aðskilja þessar skuldbindingar sem hafa verið meðhöndlaðar í samvinnu til þessa. Stjórn Kölku mun fá samning til samþykktar bráðlega.



Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 19:00.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 13. september 2022.

Fundargerð samþykkt með undirritun:

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn