Fara í efni

Stjórnarfundir

539. fundur 13. september 2022 kl. 16:30 - 18:45 Fundarsal Kölku að Berghólabraut 7
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Eiður Ævarsson
  • Svavar Grétarsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Steinþór Þórðarson
Fundargerð ritaði: Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir

Fundargerð – 539. stjórnarfundur Kölku

fundargerd-539.-stjornarfundur-kolku.docx

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 13. september 2022, kl. 16:30 í fundarsal Kölku í Helguvík.

Mættir: Ingþór Guðmundsson sem stýrði fundinum, Önundur Jónasson, Eiður Ævarsson, Svavar Grétarsson, K. Ragnheiður Eiríksdóttir sem ritaði fundargerð og Steinþór Þórðarson.

Dagskrá:

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  2. Markmið og stefna Kölku – yfirferð/kynning.
  3. Tillögur/sviðsmyndir – breytt sorphirða á starfssvæði Kölku.
  4. Önnur mál.

 

  1. Skýrsla framkvæmdastjóra:

Framkvæmdastjóri fór yfir helstu þætti í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi:

  • Framkvæmdastjóri greindi frá því að öryggisnefnd hafi fundað í seinustu viku og fóru yfir helstu atriði nefndarinnar fyrir haustið, m.a. átak í velferð búnaðar, reglur fyrir verktaka í næsta útboði, vinnuvélaréttindi starfsfólks og viðgerð á plani í Helguvík.
  • Framkvæmdastjóri fór yfir ýmis starfsmannamál.
  • Afköst brennslunnar í ágúst var að meðaltali 1500 kg/klst. Eitt óplanað stopp í ágúst vegna vegna útleysingar á rafmagni. Afköst brennslunnar eru mjög fín það sem af er af septembermánuði.
  • Nýr samningur við Noah er í undirbúningi um áframhaldandi meðhöndlun flugösku frá Kölku.
  • Framkvæmdastjóri greindi frá ýmsum samstörfum sem Kalka er aðili að.
  • Framkvæmdastjóri kynnti ýmsa rekstrarmælikvarða fyrir nýrri stjórn.

 

  1. Markmið og stefna Kölku – yfirferð/kynning.

Önundur fór yfir helstu markmið og stefnur og vísaði í umræðu sinni til umhverfisstefnu og markmiða Kölku. Önundur upplýsti að fyrri stjórn fór yfir umhverfismál innan Kölku. Fór yfir hver tilgangur umhverfisstefnunnar væri, hver framtíðarsýn, gildi, leiðarljós og áherslur Kölku væru og að lokum var farið yfir umhverfismarkmiðin og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

 

  1. Tillögur/sviðsmyndir – breytt sorphirða á starfssvæði Kölku.

Ingþór vék stuttlega að tillögu fyrri stjórnar sem kynnt var á seinasta stjórnarfundi Kölku, m.a. söfnun frá heimilum og grenndarstöðvarnar. Ingþór kom með tvær aðrar tillögur og kynnti þær fyrir stjórn. Stjórn ákvað að fela framkvæmdastjóra að kostnaðargreina þessar þrjár tillögur fyrir næsta stjórnarfund.

 

  1. Önnur mál

Eitt mál var undir önnur mál. Framkvæmdastjóri greindi frá vilja starfsmanna til að stofna starfsmannafélag og áætlað er að þeir muni sjálfir greiða 1.500 kr. á mánuði. Þeir kanna vilja stjórnar til að leggja fram sama mótframlag í starfsmannafélagið. Stjórn samþykkti það.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 18:47

Næsti fundur verður áætlaður með tölvupósti.

Fundargerð samþykkt með undirritun.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn