Fara í efni

Stjórnarfundir

542. fundur 20. desember 2022 kl. 16:30 - 17:56 Fundarsalur Kölku í Helguvík og á teams
Nefndarmenn
  • Önundur Jónasson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Eiður Ævarsson
  • Svavar Grétarsson
  • Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir
  • Steinþór Þórðarsson
Fundargerð ritaði: Ingþór Guðmundsson

Fundargerð – 541. stjórnarfundur Kölku

kalka-fundargerd-542.-stjornarfundar.docx

Fundur í stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. var haldinn þriðjudaginn 20. desember 2022, kl. 16:30 í
fundarsal Kölku í Helguvík og á teams.


Mættir: Önundur Jónasson (ÖJ), Ingþór Guðmundsson (IG), Eiður Ævarsson (EÆ), Svavar Grétarsson
(SG), Kristín Ragnheiður Eiríksdóttir (KRE) og Steinþór Þórðarson (SÞ).


IG, SG og KRE tóku þátt á fundinum í gegnum teams.


Dagskrá:
1. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir nóvember og desember.
2. Bréf frá CC í Noregi til umfjöllunar og afgreiðslu.
3. Önnur mál.


  1. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir nóvember og desember
Framkvæmdastjórinn fór yfir helstu atriði í rekstrinum frá síðasta stjórnarfundi. SÞ fór yfir
öryggismál, en ekkert öryggis- eða umhverfisatvik hefur verið skráð frá seinasta fundi. SÞ upplýsti
stjórn að það hafi verið ágætisafköst í október, 1540 kg/klst og mikið að gera í spilliefnabruna. Í
nóvember varmeðaltal 1546 kg/klst og minna að vera í spilliefnum en höfum ekki verið að vísa
þeim frá okkur. Við erum núna í stoppi en ef áætlað er í desember þá verður heildarmagnið
líklegast rúm 11.700 tonn. Ágætisniðurstaða fyrir árið. SÞ fór einnig yfir hver staðan á
samningaviðræðum við Terra væru.
Undir þessum dagskrárlið var einnig rædd bilun sem kom upp hjá Kölku. SÞ fór yfir bilunina og
upplýsti að brennslan hafi verið stöðvuð í kjölfar bilunarinnar. SÞ fór yfir hver staðan á biluninni
væri í dag og framhaldið. Eftir góða umræðu undir þessum dagskrárlið ákvað stjórn að fela SÞ að
finna óháðan aðila til að koma og taka úttekt á núverandi viðhaldsáætlun og gera tillögu að
úrbótum.


  2. Bréf frá CC í Noregi til umfjöllunar og afgreiðslu
SÞ fór yfir bréf frá CC í Noregi. SÞ fór einnig yfir álit Haraldar Flosa Klein, lögmanns, og þau
áhyggjuefni sem upp koma í áliti hans, m.a. möguleg útboðsskylda, CO2 reglur og trúnaðarákvæði.
Framkvæmdastjóri kom með tillögu um að bjóða CC á fund og fá Harald Flosa með á þann fund. IG
kom fram með hugmyndir um að fá sérfræðing á þessu sviði með okkur í lið, hvort sem það Harald
Flosa eða annan lögmann sérfróðann um kolefnismál. Stjórn var sammála og fól framkvæmdastjóra
að bóka þann fund.


  3. Önnur mál
IG fór yfir bréf sem barst frá bæjarstjóranum í Grindavík, þar sem Fannar, bæjarstjóri
Grindavíkurbæjar upplýsti Kölku um að bæjarstjórnin hafi frestað dagskráliðnum Kalka sorpeyðing
– söfnun úrgangs og söfnunarílát, vegna nýrra upplýsinga um mögulegan fjölda af tunnum.


IG undirritaði f.h. SÞ sameiginlega svæðisáætlun sorpsamlaganna á Suðvesturlandi.


Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og honum slitið kl. 17:56.
Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 10. janúar 2023.
Fundargerð samþykkt með tölvupósti.

Hefur þú spurningu eða ábendingu varðandi efni vefsins?

Sendu okkur fyrirspurn